Andvari - 01.01.1880, Page 20
14
Æfi
Kristján konungur hinn áttundi. Var um það loyti kurr
mikill meðai Dana, og þótti Friðriki sjöunda þess vegna
ráðlegast, að heita þegnumsínumstjórnarbót, jafnskjótt sem
hann var kominn til ríkis. Mánuði síðar varð stjórnar-
byltingin í París, og er hún spurðist til útlanda, urðu
víðast hvar umbrot mikil. Holtsetar og Slesvíkurmenn
hófu herskjöld móti Dönum, og um sama leyti varð
uppnám mikið í Kaupmannahöfn; urðu þá allir hinir
eldri ráðgjafar konungs að fara frá, en nýir menu komu
í þeirra stað af þjóðernisflokki Dana, er vóru móthverfir
hinu ótakmarkaða einveldi konungs, enda var og þegar
farið að efna til þings, er setja skyldi ný stjórnarlög
fyrir Danmörku; var svo ráð fyrir gjört, að á því þingi
skyldu sitja fimm menn fyrir íslands hönd, en að
konungur skyldi kjósa þá alla. Með tíðindum þessum
semji Jón Sigurðsson vorið 1848 til íslands «Hugvekju
til Islendinga», er liann ritaði sömu dagana, sem upp-
námið varð í Kaupmannahöfn, og lýsa sjer þar öll þau
aðalatriði, er hann síðan hjelt fram til dauðadags.
Talar hann þar nokkurum alvöruorðum um, hve tvísýnt
sje nú, hvernig fara muni um íslands hag, og lýsir
kvíða sínum fyrir því, að hinir dönsku þjóðornismenn,
er þá vóru komnir til valda, muni eigi líta með fullri
sanngirni á þjóðerni íslendinga, eða meta að miklu
rjettindi þeirra1). Jafnframt tekur hauu fram, að þá er
’) Eitt lítiö atvik sýndi fljótt, að kvíöbogi bessi var eigi ástœöu-
laus. Á fulltrúaþingi því, er haldið var í Vebjörgum
seiuna um surnarið, bjelt Jón Hannesson Finsen langt erindi
og snjallt, og sýndi fram á, hve ósanngjarnt það væri, að
gefa Islendingum eigi kost á, að kjósa sjálfir menn, til að
halda svörum uppi fyrir sig á stjórnarlagaþinginu. Og yrði
þessu, sagði hann, eigi komið við tímans vegna, svo frá-
bæriega sorglegt, sem það væri, þá kvaðst hann skjóta því
til rjettlætistilfinningar þingmanna, og leggja þeim ríkt a
hjarta, að fara þó að minnsta kosti einhverjum góðum