Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 21
Jóns Sigurðssonar.
15
konungur sleppi einveldi sínu, fái hvor þjóðin aptur þau
rjettindi, er hún hafði, þá er hún fjekk honum einveldið;
en þessi rjettindi sjeu, hvað ísland snerti, hjerumbil hin
sömu, sem upphaflega vóru ákveðin með gamla sátt-
mála. Af þessu leiði, segir hann, að danska þjóðin eða
þing hennar hafi ekkert vald yfir íslandi. Islendingar
hafi rjett til að semja við konung sinn einan um,
hvernig stjórnarfyrirkomulagið skuli vera, eptir að hann
sje búinn að sleppa því einveldi, sem honum einum
var játað; Dönum komi þetta eigi við, nema að því er
sameiginleg mál snerti. En auk þessa sögulega rjettar,
þá tekur hann fram, að nauðsynlegt sje fyrir íslendinga
að hafa sjerstakt stjórnarfyrirkomulag, vegna þess að
þeir hafi sjerstakt þjóðerni og sjerstaka tungu; land
þeirra sje í Qarlægð, og landshættir ólíkir því, sem sje
í Danmörku. Viðvíkjandi því, hvað nú skuii gjöra, þá
fer hann því einkum fram: 1) að alþing eigi að hafa
jafnmikil rjettindi í hinum sjerstöku málum Islands, sem
þing Dana í málum þeirra; 2) að landstjóri sje settur
á íslandi með ábyrgð fyrir alþingi, en erindsreki í
Kaupmannahöfn; 3) að fullkominn fjárskilnaður sje
gjörður milli íslands og Danmerkur með úrskurði
konungs, eptir að nefnd, er bæði Danir og íslendingar
sætu í, hefði samið um það; og 4) að ísland leggi að
því búnu að sínu leyti til hinna almennu ríkisþarfa.
Að lokum segirJón, aðþað sem fyrst liggi fyrir, sje, að
rœða málið á fundum og senda konungi bœnarskrár um,
að ekkert verði ákveðið um stjórnarfyrirkomulag íslands,
fyrr en það hafi verið rœtt á þjóðfundi í landinu sjálfu.
orðum um þetta í álitsskjali sínu, svó að þaö lýsti sjer, að
það væri eigi viiji þingmanna, að framvegis væri farið með
íslendinga, eins og börn eða ómaga. Að eins einn maður
varð til að mæla meö þessu, og var tillagan felld með
miklum atkvæðafjölda.