Andvari - 01.01.1880, Side 22
16
Æfi
Á íslandi þótti mönnum þetta allt saman mikil tíðindi,
sem von var, og fjellst ajmenningur að öllu leyti á skoðanir
Jóns; vóru víða fundir haldnir um sumarið, og bœn-
arskrár samdar; vóru þær sendar konungi með meir en
2400 nöfnum undir (þar af 1463 úr norðurlandi); fóru
bœnarskrár þessar nálega allar í sömu átt, sem Jón hafði
stungið uppá, og með konungsúrskurði 23. sept. 1848
var því heitið, að ekkert skyldi verða ákveðið um stöðu
íslands í ríkinu, fyrr en íslendingar hefðu látið álit sitt
um það í Ijósi á þingi sjer, sem þeir ættu í landinu sjálfu.
Haustið 1848 kvaddi konungur fimm íslendinga
til þess, fyrir hönd íslands, að sitja á þingi því, er semja
skyldi grundvallarlög Danmerkur, og var Jón einn í
þeirra tölu. En þótt Jóni, eins og áður er getið, þœtti
þing þetta engan rjett hafa yfir íslandi, og að það ætti
því eigi alls kostar við, að þar mœtti neinn fyrir íslands
hönd, þá vildi hann þó eigi, að þeir fjelagar skoruðust
undan skipun konungs. Hann vildi hlífast við allt, er
Dönum kynni að verða ónot að, eptir því sem þá stóð
á, og gæti gjört þeim gramt í geði. Enda áleit hann
rjettindum íslands borgið með áðurnefndu loforði kon-
ungs. Einn íslendingurinn (Brynjólfur Pjetursson) komst
í 9 manna nefnd þá, er samdi grundvallarlögin, og fjekk
hann því til' leiðar komið, að hún felldi burt tillögu
stjórnarinnar um, að ákveða, að á ríkisþinginu skyldu
sitja 7 menn af íslands hálfu; að öðru leyti gjörðist
ekkert merkilegt á fundinum að því, er ísland snerti.
Á alþingi 18491) vóru rœdd frjálsleg kosningarlög; var
eptir þeim svo kosið til þjóðfundarins, er átti að roeða
‘) Á þingi þessu vildi .svo til, að bœði kouungsfulltrúann (P.
Melsteðj og forsetann (Jón Sigurðsson) vantaði mestan hiut
þingtímans. þeir höfðu lagt seint á stað frá Kaupmannahöfn
og gefið illa, svo að þeir komust eigi til Reykjavikur fyrr,
en seinast i júlímánuði.