Andvari - 01.01.1880, Page 26
20
Æfi
fjóðfundurinn endaði á mótmælum, og hin helzta
þýðing hans var í því fólgin, að mada í móti því fyrir-
komulagi, sem ákveðið var í frumvarpi stjórnarinnar,
enda var aldrei framar tilraun gjörð, til að koma því
fram. J>jóðlífi íslendinga hafði verið háski búinn, en
honum var nú afstýrt.
Núliðulangirtímarsvo, að málinu varð ekkert ágengt.
Að vísu var þess óskað á hverju alþingi, nema 1855,
að skipun yrði á því gjörð, en stjórnin gaf því lítinn
gaum. Jón Sigurðsson leiddi þó eigi hjá sjer neitt
tœkifœri, til að verja skoðun þjóðfundarins, og hrinda
málinu áfram. Maður er nefndur Larsen; hann var
prófessor við háskólann í Kaupmannahöfn, og hafði orð
á sjer fyrir að vera hinn skarpasti lögfrœðingur; hann
samdi (1855) rit, til að sýna, að ísland væri að lögum
orðið innlimað Danmörku fyrir löngu, og ljet stjórnin
snúa því á íslenzku. Móti riti þessu samdi Jón á
dönsku annað rit um landsrjettindi Islands, að því leyti,
er þau styðjist við sögulegar og lagalegar ástœður;
hefir hann kostað kapps um, að vanda þá ritgjörð mjög,
og röksamlega varið þar skoðun þjóðfundarins, enda var
aldrei tilraun gjörð til að hrekja það, sem Jón hafði
þar sagt.
Meðan á þessu stóð, vóru útgjöld íslands greidd úr
ríkissjóði, ogþurfti stjórnin á ári hverju að fá samþykki
ríldsþingsins til þess; stjórnin gat eigi komizt hjá, að
útgjöld þessi fóru smámsaman vaxandi, og um leið það,
er ríkissjóðurinn þurfti til að leggja; þótti ríkisþinginu
þetta ísjárvert, og skoraði á stjórnina, að hlutast til um,
að fjárhagur íslands og Danmerkur yrði að skilinn. Af
þessu leiddi það, að konungur kvaddi 1861 5 menn í
nefnd, til að segja álit sitt um þetta efni, og gjöra
uppástungur um það. í nefndinni vóru 3 menn
danskir og tveir íslenzkir, Oddgeir Stephensen og Jón
Sigurðsson. í nefnd þessari hjelt Jón því fram, að ís-