Andvari - 01.01.1880, Síða 27
Jóns Sigurðssonar.
21
land ætti rjettarkröfu til að fá úr ríldssjóði nær því
120,000 rd., auk nokkurra sjerstakra sjóða, en aptur
skyldi það leggja 20,000 rd. á ári til almennra ríkisþarfa.
Árið 1865 lagði stjórnin fyrir alþingi frumvarp um, að
veita alþingi ráð í fjárhagsmálum, og að árgjaldið frá
Danmörku skyldi í næstu 12 ár vera 42,000 rd. á ári.
Frumvarp þetta vildi Jón að öllu leyti fella, án þess að
einu sinni væru greidd atkvæði um neinar þær breytingár,
er uppá var stungið við það. Vildi hann eigi láta neinn
vilja annan í Ijósi, en að stjórnarmálið í heild sinni
væri borið á ný undir íslendinga. Varð svo að vera,
sem Jón vildj, og var það samþykkt með atkvæðum.
Margir málsmetandi menn vóru þó þessu mótfallnir, og
ámæltu Jóni mjög í rœðum og blaðagreinum fyrir kapp
sitt. Sögðu þeir, að fara hefði mátt lipurlegar að, og
óvíst væri, hvort betra byðist. Um þessar mundir var
Hilmar Finsen orðinn stiptamtmaður á íslandi. Hann
sá, sem var, að stjórnarástand landsins stóð því fyrir
öllum þrifum, og lagði hið mesta kapp á að fá það
lagað. Hannvar konungsfulltrúi á alþingi 1867, og kom
þá fram með frumvarp frá stjórninni, er í mörgum
mikilvægum atriðum var samkvæmt óskum íslendinga;
vóru að vísu gjörðar við það töiuverðar breytingar, en
þó var samkomulag gott á því þingi, og til þess að
upphæð árgjaldsins stœði eigi fyrir því, að stjórnarbótin
kœmist á, þá var hún eigi gjörð að neinu skilyrði.
Konungsfulltrúi lagði hin beztu meðmæli með málinu,
og horfðist nú vænlega á með það. En 1868 bar
stjórnin málið um árgjaldið undir ríkisþingið, og þótti
því þá nauðsynlegt, að það setti jafnframt ákvarðanir
«m stöðu íslands í ríkinu1). Málið varð eigi útrœtt,
') það kom þá frain, sem Jón Sigurðsson hafði órað fyrir á
þjóðfundinum, er hann sagði: «Eg er hræddari við prófess-
óratia, en við bœndurna (dönsku)», því fólksþingið, þar sem