Andvari - 01.01.1880, Page 28
22
Æfi
en af þessu leiddi, að stjórnin lagði fyrir alþingi 1869
sjerstaklega frumvarp til laga um stjórnarstöðu Islands,
er hún ætlaði síðan að bera undir ríkisþingið. J>ett,a
líkaði Jóni mjög illa. Sagði hann, að þingi Dana kœmi
þetta ekkert við. íslendingar hefðu rjett á að semja
við konung sinn einan um stjórnarstöðu sína, eins og
stjórnarmálið að öðru leyti. Yar svo frumvarpið í heild
sinni fellt. Stjórnin lagði málið samt fyrir ríkisþingið,
og síðan komu út lögin um hina stjórnarlegu stöðu
íslands 2. jan. 1871. Lög þessi kvaðst alþingi 1871
eigi geta viðurkennt að væru bindandi fyrir ísland.
|>að, sem Jón hafði á móti lögum þessum, var að einu
leyti það, að hinar einstöku ákvarðanir fullnœgðu eigi rjetti
og þörfum íslendinga t. d. árgjaldið, en einkum það, að
lög þessi eru eingöngu sett af hinu damska löggjafarvaldi,
og eptir því getur það breytt þeim, án samþykkis ís-
lendinga. Úm stjórnarfyrirkomulagið að öðru leyti
fór alþingi því jafnan fram, að fá allt það sjálfs-
forræði, er landið ætti rjett á, og lagði fast á móti, að
um það yrði nokkuð ákveðið annað, en það, sem íslend-
ingar hefðu lagt á samþykki sitt. Minni hluti alþingis
hjelt jiví aptur á móti fram, að hjer væri mest á það
að líta, hverja kosti ísland gæti bezta fengið, og að það
væri næsta óskynsamlegt, að liafna því sjálfsforræði, sem
landinu byðist, þótt það eigi fullnœgði öllum óskum
manna.
Um þessar mundir var stjórnarmálið farið að vekja
töluverða eptirtekt í útlöndum; var Jóni ámælt mjög í
dönskum blöðum; ritaði hann stundum í móti því, og
þótti þá einatt fremur sókn en vörn af hans hendi.
Vorið 1870 var í Dagblaðinu danska ritgjörð ein, þar
sem Jóni vóru bornar á brýn ólöglegar œsingar og undir-
bœndurnir ern flestir, var íslandi mikið vinveittara en lands'
þingið.