Andvari - 01.01.1880, Page 29
Jóns Sigurðssonar.
23
róður. Höfðaði Jón mál út af þessu mót ritstjóranum, og
var hann dœmdur til að gjalda, auk málskostnaðar, 400
kr. í sekt fyrir hin illu orð sín. J>etta var það eina mál,
sem Jón átti í á æii sinni.
í almenningi á íslandi var um þessi ár ákafi mikill
út af stjórnarmálinu, og fylgdi allur þorri manna, eins og
meiri hluti alþingis, eindregið skoðunum Jóns í því.
Sumarið 1870 hafði fingeyingum nokkurum komið til
hugar, að stofna fjelag, til að halda fram skoðunum
meira hlutans á alþingi, en jafnframt munu þeir og
hafa haft í huga, að fjelagið gæti veitt Jóni styrk
nokkurn. Fjelag þetta var nefnt fjóðvinafjelag, og var
það svo reglulega sett á fót á alþingi 1871. Var Jón
þá valinn forseti þess, og var það jafnan síðan. Til þess
glögglega að sýna, hver vilji almennings væri, vóru að
tilhlutun þjóðvinafjelagsins fundir haldnir um land
allt vorið 1873, og menn kosnir, aðrir en þingmenn, í
hverju hjeraði, er komu saman á þúngvöllum fyrir al-
þingi. Fundarmenn rœddu stjórnarmálið með ákafa
miklum, og þótti það eitt að, að meiri hluti alþingis
hefði eigi farið nógu langt í kröfum sínum. Jón Sig-
urðsson var á fundinum, og leitaðist við að draga úr
ályktunum fundarmanna1). Á alþingi 1873 fór meiri
hlutinn hinu sama fram, sem áður, en jafnframt var sú
vara-uppástunga samþykkt í einu hljóði með vilja Jóns,
að biðja konung, að veita landinu næsta ár stjórnarskrá,
svo líka aðaluppástungunni sem auðið væri, og vóru þau
atriði sjerstaklega tekin fram, sem mest þótti um vert,
þar á meðal, að nýtt frumvarp byggt, á óskertum lands-
rjettindum Íslands, yrði innan skamms lagt fyrir alþingi.
’) þegar Jón kom aptur ofan í Reykjavík, mœtti Dr. Hjaltalín
honum á götu, og sagði við hann: >sjáðu nú til. þú ert
nú búinn að vekja upp þann draug, sem þú getur eigi
kveðið niöur aptur«.