Andvari - 01.01.1880, Síða 30
24
Æfl
Jón hafði eigi fyrri viljað láta slíka ósk í ljósi, sem þá, er
kom fram í vara-uppástungu þessari, og kom það án
efa til af því, að hann vænti eptir, að vinnast mætti
smámsaman, að fá betri kosti, en eigi af því, að hann
vildi að óþörfu draga málið. Eeynslan hafði einnig
áður sýnt, að drátturinn hafði eigi verið árangurslaus;
frumvarp stjórnarinnar 1867 var langtum betra, en þau
kjör, sem buðust 1865, hvað þá heldur 1851, og eptir
1869 tóku frumvörp stjórnarinnar í hvert skipti bótum.
En 1873 var svo komið, að eigi var lengur eptir betra
að bíða. Jóni mun án efa hafa þótt þungt, að þurfa að
sœta því, er hann áleit; eigi fullnœgja rjetti landsins,
en hann sá jafnframt, að eigi var nú annars kostur.
Hugir manna á íslandi vóru orðuir svo œstir, að Jóni
þótti of mikið um, en við því mátti búast, að þessu
mundi fljótt slá niður, ef engu yrði ágengt, og mundu
menn þá verða linari fyrir; enda vóru þeir margir, er farnir
vóru að verða leiðir á þófinu. Á hinn bóginn sýndi stjórnin
viðleitni á, að laga stjórnarskrána eptir óskum íslendinga,
og þar sem þúsund ára hátíð íslands fór í hönd, þá vóru lík-
indi til, aðhúnmundi viljagjöraíslendingumhanagleðilega.
Árangurinn af vara-uppástungu alþingis var sá, að kon-
ungur 5. jan. 1874 staðfesti stjórnarskrá íslands.
f egar því er sleppt, hvernig stöðulögin eru tilkomin,
og litið er yfir höfuð á fyrirkomulagið, eins og það nú er
ákveðið, þá er merkilegt að sjá, hvað líkt það er að
mörgu því, sem Jón upphaflega fór fram á, og hjelt
jafnan síðan fram með einstakri samkvæmni. Alþing hefir
fengið löggjafarvaldogfjárforræði, landshöfðingi hefir verið
settur með ábyrgð fyrir alþingi, fullkominn fjárskilnaður
hefir veriö gjörður milli íslands og Danmerkur, og þótt ár-
gjaldið sje mikið minna, en Jóni þótti rjett veia, þá
hvorki kostar ísland stjórn sína í Kaupmannahöfn eða
samgöngur við hana, nje leggur neitt til almennra
ríkisþarfa. Verulegur munur er það, að í staðinn fýrir