Andvari - 01.01.1880, Side 32
26
Æfi
margir, að bann vildi með henni koma sjer í mjúkinn
hjá stjórninni, og fóru vinsældir hans þá mjög þverrandi
um hríð. Að öðru leyti lýsti það sjer í máli þessu, að
Jón fylgdi skoðun sinni með eigi minni einurð og kappi
gagnvert almenningi, en í stjórnarmálinu gagnvert
stjórninni. ]?ó lagðist það án efa mjög þurigt á hann,
hve lítinn gaum almenningur gaf orðum hans í þessu
efni, og mun það einkum hafa valdið því, að hann kom
eigi til íslands frá því árið 1859 og til 1865.
Vjer höfum nú farið yfir nokkur þau alþingismál,
er Jón ljet hvað mest til sín taka í. Vjer höfum tekið
fram, hve mikinn þátt hann átti í, að alþing var stofn-
að, skólinn endurbœttur og prestaskólinn stofnaður,
verzlunarfrelsi veitt, landinu forðað við nýjum álögum,
læknaskipun bœtt, þjóðrjettindi landsins varin og það
sjálfsforræði útvegað, sem nú er fengið1). Að öðru
En yfir stendur œðstur Jón,
Sem allir bljúgir verða að hlýða,
Hann elskaði áður frónið fríða,
Nú ber hann sinn kross og býr oss tjón.
Augun hvessir eins og ljón
Undir sínuin gráu hærum
Svo dettur ull af dauðum gærum
Og þá dugir engin bón.
Orðin: >nú ber iiann sinn kross» iúta að því, að á ís-
landi ætluðu menn, að honum hefði verið veittur riddar-
akrossinn fyrir franimistööu sína í kláðamálinu; en það
var eigi, svo sem síðar verður á vikið.
') 1 engu máli er það eins augljóst, hve miklu Jón hefir
komið til leiðar, eins og í íjárhagsmálinu. það var svo langt
frá, að Danir könnuðust við, að nokkur sanngirni væri til
þess, að ísland fengi árgjald úr ríkissjóði, áður en Jón fór
að hreyfa við því máli, að stjórnin var 1841 jafnvel eigi
ánœgð með það íje, sem Danmörk hafði þá af verzlun ís-
iands, heidur vildi hún og fá af íslandi, til almennra ríkis-