Andvari - 01.01.1880, Page 34
28
Æfi
svo það, að þá kœmi fram, að málið væri almennt áliuga-
mál. £á er til þings kom, hjelt hann einatt öðrum
fram, til að fara með málið, ef hann þóttist sjálfur geta
dregið sig í hlje; en þegar mikið lá við, þá gekk hann
jafnan sjálfur fram, og tók á sig vandann. Rœður hans
höfðu venjulega mikil áhrif, enda var röddin ákaflega
sterk og f'ramburðurinn hrífandi. fað var einkennilegt,
að hann nafngreindi mjög sjaldan þá menn, er vóru á
annari skoðun en hann, eða sneri máli sínu beinlínis
á móti þeim, hvort sem heldur var í rœðum eða ritum.
Aptur sparaði hann eigi að vitua til orða þeirra manna,
er vóru á sama máli og hann; þótti þeim opt vænt um
það. Hann hugsaði eigi um, að svalageði sínu, heldur
um það, að vinna sem flesta, til að fylgja því, er liann
áleit rjett, eða að minnsta kosti koma þeim til að leggja
sem minnst á móti því. Hann talaði aldrei undir rós,
og lceskni og kýmni þótti honum ósamboðin virðingu
þingsins. Yfir höfuð hafði hann mikil áhrif í því tilliti,
að kenna mönnum góða þingsiðu og skipulega meðferð
á málum.
En það vóru eigi að eins þingmál, er Jón leitaðist
við að hrinda áleiðis, heldur og sjerhvað annað, er
studdi framfarir landsins, t. d. að íslenzkir menn lærðu
búfrœði; helzt vildi hann, að búnaðarskóli kœmist á fót
í Jandinu sjálfu og ritaði um það optar en einu sinni; en
þegar þess var eigi kostur, þá reyndi hann til að hjálpa
þeim, ey búfrœði vildu nema í útlöndum, á hvern liátt,
sem hann gat. Hann útvegaði þeim styrk, stundum hjá stjórn-
inni, stundum hjá hinu danska landbúnaðarfjelagi, og leið-
beindi þeim á annan veg. Kom hann því fyrst til leiðar, að
ísíendingar fóru að stunda búfrœði í Norvegi. þeim, sem
vóru að leitast við, að koma upp innlendri verzlun á íslandi,
veitti hann marga mikils verða aðstoð og leiðbeiningu,
útvpgaði þeim skýrslur ýmsar og upplýsingar, og gjörði
sjer að öðru leyti mikla fyrirhöfn þeirra vegna. Iðulega