Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 36
30
Æfi
gjöra mikið úr slíku, en til að draga kjark úr mönnum.
Kvað hann meiri framfara von að því, að menn hefðu
álit á sjálfum sjer, og ætluðu sjer fátt ófœrt, heldur en
að menn um of vantreystu kröptum sínum.
Hin miklu áhrif, er Jón hafði á hag íslands, vóru
þannig eigi að eins fólgin í því, að koma fram einstökum
málum, heldur einnig í því, að glœða ijelagsanda manna
og framfarahug nálega í öllum greinum. f>að var eigi
að eins sem þingmaður og rithöfundur, að hann hafði
þessi áhrif, heldur kom hann og, ef til vill, eigi minna
til leiðar, með því í viðrœðum og brjefum að örfa ein-
staka menn, og hvetja þá til nytsamlegra framkvæmda
og afskipta af almenningsmálum. Hann gat sagt með
sanni í æfiágripi sínu, þá er hann varð riddari, að hann
hefði jafnan eggjað landa sína til að verja rjett sinn
með djörfung og einurð, en einnig hvatt þá til þess, að
kannast við skyldu sína og gæta hennar. En það, sem
mest var um vert, var það, að maðurinn sjálfur var
fyrirmynd í því, er hann hvatti aðra til. Hann var
sjálfur fyrirmyud í iðjusemi og ósjerplœgni, dugnaði,
dáð og drengskap.
En auk þess, sem Jón kostaði þannig allra manna
mest kapps um, að vekja þjóðlíf íslendinga, og hrinda
málum þeirra í það horf, er honum virtist heillavæn-
legast, þá stundaði hann einnig með óþreytandi ástundun
sögu íslands, og leysti ýms vísindaleg störf af hendi;
hafði hann bæði af því atvinnu sína og aflaði sjer
mikils álits; varð hann einnig við það kunnugri ýmsum
málum íslands, en nokkur maður annar, og það ætlum
vjer að upphafiega hafi verið einna helztur tilgangur
hans með rannsóknum sínum.
Frá því, að hann fyrst fjekk styrk af sjóði Árna
Magnússsonar, átti hann meiri og minni þátt í ritum
þeim, er nefnd Árna Magnússsonar gaf út, t. d. Snorra-
Eddu (1848 og 1852), og samdi skýrslurum framkvæmdir