Andvari - 01.01.1880, Page 38
32
Æfi
hin fyrsta bók, er íslendingar fengu frá hans hendi, að
því undanteknu, að hann hafði nokkuð unnið að Skírni
1836; er það eptirtekta vert, að hann skyldi byrja á
því, að lýsa lífi eins hins mesta ágætismanns, er með
orðum og ritum varði kappsamlega rjett þjóðar sinnar,
og vakti manna mest framfarahug hennar og fjelags-
anda. 1839 var hann kosinn varaforseti í deild Bók-
menntafjelagsins í Kaupmannahöfn, og árið eptir skrifari;
átti hann eptir það mestan þátt í framkvæmdum þess.
Hann hlutaðist til um, að hinn ágæti uppdráttur fslands
var prentaður eptir landmælingum Bjarnar Gunnlaugs-
sonar, og hefir það orðið íslandi til mikils sóma og
gagns; enn fremur var það mest honum að þakka, að
Bókmenntafjelagið fjekk mikið safn af sóknalýsingum á
íslandi og veðurbókum. Hann kom einnig fótunum
undir handritasafn fjelagsins. Arið 1850 varð hann
forseti þess, og var það jafnan síðan. Eigi leið á löngu,
áður glögg merki sáust framkvæmda hans og dugnaðar
í þarfir fjelagsins. Eptir fáein ár vóru fjelagsmenn
orðnir margfalt fieiri, tekjur þess orðnar 4,000
krónum meiri á ári, en áður, og framkvæmdir þess
vaxnar að því skapi. Rjeð Jón mestu um aðgjörðir
fjelagsins, og þótti nokkurum hann heldur ráðríkur eink-
um hin síðari árin. Sjálfur ritaði hann ýmislegt af
því, sem fjelagið gaf út. Eptir tillögu Gísla Brynj-
úlfssonar var 1855 farið að gefa út «Safn til sögu ís-
lands» og heíir Jón í það ritað Biskupatal á íslandi
og Lögsögumannatal og lögmanna með greinilegum upp-
lýsingum; enn fremur hefir hann gefið í því út annála
Jóns Egilssonar og ritgjörð Jóns Gissurarsonar um
siðaskiptin. í útgáfunni á Biskupasögunum á hann og
töluverðan þátt, og hefir ráðið tilhögun allri fram á
hin síðustu ár. Enn fremur hefir hann gefið út Forn-
brjefasafnið, og eru þar svo rœkilegar upplýsingar um
ýmislegt, að engum mundi liafa verið fœrtj, að gefa