Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 39
Jóns Sigurðssonar.
33
þær út, öðrum en honum. Hvað framkvæmdir íjelagsins
að öðru leyti snerti, þá þótti honum mest um vert, að
það gæfi það út, sem vísindalegt gildi hefði, eða verið
gæti bókmenntum íslands til sóma, og einkum það, sem
eigi var von til að gefið yrði út af öðrum. þ>ess vegna
vildi hann eigi gefa út fornsögur, er vænta mátti að
önnur vísindaleg fjelög mundu gefa út; heldur eigi
vildi hann gjöra mikið að því, að gefa út þær bœkur,
er eingöngu væru ætlaðar alþýðu manna. þótti honum
það síður eiga við tilgang íjelagsins og stefnu. |>ess
gætti hann jafnan, að láta það ekkert vera riðið við
stjórnarmál.
Árið 1844 leitaði Jón eptir að fá styrk, til að safna
í skjalasöfnunum í Kaupmannahöfn skýrslum og skilríkj-
um viðvíkjandi sögu íslands, einkum rjettarástandi,
bjargræðisvegum og landshag, en það var eigi veitt;
seinna fór hann þess optar en einu sinni á leit, að fá
styrk, til að gefa út lagasafn handa íslandi, og með
konungsúrskurði 1847 var svo ákveðið, að veita skyldi
fje til þess, en það var þá svo lítið, að liann gat eigi
ráðizt í, að nota það. Seinna fengu þeir Oddgeir
Stephensen og Jón meiri styrk veittan til þess, og gáfu
þeir síðan í fjelagi út 14 bindi af þvi. J>rjú næstu
bindi gaf Jón einn út. pessi 17 bindi ná frá elztu
tímum og til 1859. Safn þetta er bæði mikið og
merkilegt, og við undirbúning þess fjekk Jón aðgang að
ýmsum skjalasöfnum stjórnarráðanna, er lionum að öðru
leyti gat verið gagn að.
Auk þess, sem áður hefir verið getið um, má hjer
nefna, að hann gaf ásamt Sv. Grundtvig út safn af
íslenzkum 'fornkvæðum; kvæði Jóns I’orlákssonar gaf
hann út; almanakið íslenzkaði hann í 30 ár; hann
ritaði fróðlega formála við ýmsax- bœkur t. d. orðabók
Sveinbjarnar Egilssonar yfir skáldamálið, og tieira.
Hann hefir og komið miklu til loiðar að því leyti, að
Andvari. q