Andvari - 01.01.1880, Page 40
34
Æfi
liann hjálpaði einatt rnörgum öðrum vísindamönnum
um ýmsar mikilvægar upplýsingar, og leiðbeindi þeim.
Eitt hið mesta vísindalega verlc hans var, að hann
alla æfi safnaði með hinni mestu elju og alúð öllum
handritum, brjefum, skjölum, skýrslum og skilríkjum, er
hann gat náð til, og á nokkurn hátt snerti sögu íslands
eða ásigkomulag; varði liann til þess bæði kostnaði
miklum og fyrirhöfn. Má það til dœmis taka, að einu
sinni keypti hann í einu handritasafn fyrir 2000 kr. af
sínu eignu fje. Hann rannsakaði nákvæmlega öll þau
söfn í Kaupmannahöfn, þar sem vænta mátti að fmna
nokkuð, er snerti ísland, og þá er hann var á alþingi,
var hann einatt að leita upplýsiuga í skjalasöfnunum í
Eeykjavík. Gegnir það allri furðu, livað miklu hann
hefir getað afkastað í þessu efni, því að við rannsóknir
þessar skrifaði hann upp allt það, or honum þótti nokk-
urs vert, og gjörði við það nákvæmar athugasemdir;
enda var hann orðinn sögu landsins og öllu ástandi fyrr
á tímum kunnugri, en allir aðrir. Sæi hann eitthvert
gamalt brjef eða handrit, þá gat hann venjulega sjeð
jafnskjótt á handarlaginu, frá hvaða tíma það mundi
vera. Honum var afbragðsvel lagið að eiga við rannsóknir
þessar og safna fornbrjefum; for merkilogur útlendur
vísindamaðurx) svo felldum orðum um hann í því tilliti:
«Sjón hans var svo einstaldega skörp, að hann gat
lesið vel handrit, sem orðin vóru mjög máð og ólæsileg.
Hann hafði svo mikla reynslu fvrir sjer í að dœma um
íslenzk handrit, að hann gat farið óviðjafnanlega nærri
um þau. Skarpleiki hans var óvanaloga mikill og til-
finning hans fyrir málinu mjög næm. Auk þessa var
hann svo gætinn, að hann aldrei veik um skör fram frá
því, er í handritunum stóð».
Hið mikla og merkilega handritasafn Jóns (á 2.
‘) Prófessor Konráð Maurer.