Andvari - 01.01.1880, Side 41
Jóns Sigurðssonar.
35
þúsund binda), sem og bókasafn hans (um 5000 binda),
sem er mikið og vel um vandað, hefir, sem kunnugt er,
verið keypt handa íslandi. Hann leitaðist einnig við,
að styðja vísindaleg söfn á íslandi; þannig studdi hann
Forngripasafnið með því, að láta Bókmenntaíjelagið
preuta glöggva skýrslu um það, og gjalda Sigurði málara
ritlaun fyrir; annað fjekk Sigurður eigi fyrir umsjón
sína við safnið. Honum mun það og hafa verið mest
að þakka, að Stiptsbókasafnið fjekk (1868) mörg þúsund
binda af bókum gefins frá hinum konunglegu bókasöfnum
í Kaupmannahöfn.
Framan af mun hann hafa haft hug á, að fá embætti
við latínuskólann, og sótti hann um það 1844, en eigi
var honum veitt það; munu þeir, er hlut áttu að máli,
einkum hafa óttazt, að hann mundi verða heimtufrekur,
að því er snerti endurbœtur, er kostnað hefðu í för með sjer.
Eptir að uppnámið síðar varð í skólanum 1850, leituðust
stiptsyfirvöld þau, er þá vóru, við að koma því til leiðar,
að Jón gæti orðið skólastjóri; sögðu þau, að hann væri
sá eini maður, er þau vissu fœrau um, að koma skólanum
í gott lag, og halda honum í góðu horfi. En eptir því,
sem stjórnarmálinu þá vjek við og afskiptum Jóns af
því, þá var eigi nærri slíku komanda.
Árið 1845 var hann kvaddur til að vera skrifari
við hið sögulega fornskjalasafn, og 2 árum síðar veitti
konungur honum skjalavarðar - embætti við greint
safn. Vóru Jóni veittir í laun 600 rd. á ári í næstu tvö
ár, og gefin von um launaliækkun framvegis eptir aldri.
En þá er Jón kom lieim úr alþingisferð sinni 1849,
frjetti hann, að búið var að leggja niður greint safn;
þeir tveir aðrir, er embætti höfðu við safn þetta, fengu
jafnskjótt önnur embætti, en Jón fjekk að eins að lialda
launum sínum, það sem eptir var ársins. í notum þess,
að hann þannig var sviptur tjeðu embætti, fjekk liann
þó 500 rd. fyrir árið 1850 og 400 rd. fyrir árið 1851,
3*