Andvari - 01.01.1880, Side 42
36
Æfi
en þá kom þjóðfundurinn, og þótti Jón þá eigi lengur
þeirra gœða maklegur.
Meðan Jón sat á þjóðfundinum fjekk hann vís-
bendingu um, að hann skyldi sœkja um embætti við
safn eitt í Kaupmannahöfn, og gjörði hann það. j?á er
hann kom til Kaupmannahafnar um haustið, mun það
hafa verið látið í ljósi við hann, að hann gæti eigi
fengið stöðu þá, er hann sótti um, nema hann lofaði,
að taka eigi framar á móti kosningu til alþingis eða
ríkisþingsins, ef til þess kœmi, en þessu neitaði Jón, og
kvaðst eigi geta gengið að slíkum kostum. Hann íjekk
heldur eigi neitt embætti framar.
þ>að var sem vænta mátti, að Jóni var opt sýndur
vottur um virðingu manna. I3annig var hann 1. jan.
1859 sœmdur riddarakrossi, vegna þeirra vísindalogu
starfa, er hann hafði leyst af hendi. Árið 1866 var
hann kosinn til fjelaga í hinu konunglega vísindafjelagi
í Miinchen. En einkum leituðust landar hans við, að
sýna honum allan þann sóma, er þeim var auðið. Kvæði
vóru orkt til hans fjölda mörg, einkum þegar landar
hans í Kaupmannahöfn fögnuðu honum, er hann kom
frá alþiugi. í kvæði því, er þjóðfundarmenn fluttu honum
eptir þjóðfundinn (eptir Benidikt Gröndal), var þetta
erindi síðast:
nAllir, sem feðra elska láð,
Allir, sem líta snjóvga tindinn,
þar sem að hreina himinlindin
Elur sig myrkt við mökkva gráð,
þeir skulu allir þakkir fœra
þjer, sem að freisisljómann skæra
Vaktir, og kallar saga sanns
Sverðið og skjöldinn ísalands».
þegar hann eptir 6 ár kom til íslands 1865, gengu
hinir yngri menntamenn í Reykjavík í fylkingu heim