Andvari - 01.01.1880, Síða 44
38
Æfi
í'oreldrahúsum; hafði faðir hans jafnan mesta álit á
honum. Líkaði honum þó eigi alls kostar stefna Jóns
og framkvæmdir, og skrifaði honum opt, að vera eigi að
fást við það, sem hefði í för með sjer óvild og álas
manna, og óvísan árangur. fegar Jón kom til þings
1845, kom hann inn á Yestíjörðum. í það skipti sá
hann foreldra sína í síðasta sinni. Faðir hans dó 1855,
79 ára gamall, og móðir hans 1862, 89 ára að aldri.
Systkin Jóns vóru Jens skólastjóri í Reykjavík og
Margrjet, er giptist Jóni bónda Jónssyni á Steinanesi;
Jón var jafnan vel til systkina sinna og systkinabarna,
og tók til fósturs einn son systur sinnar, er hann hjelt
til náms; það er Sigurður Jónsson, sýslumaður í Snæ-
fellsnessýslu.
Jón kvongaðist 4. sept. 1845, og gekk að eiga
frændkonu sína Ingibjörgu Einarsdóttur kaupmanns í
Reykjavík Jónssonar; þau hjón vóru brœðrabörn, og var
hún þremur árum eldri en hann; höfðu þau lengi áður
verið lofuð. Reyndist hún Jóni hin ’ástríkasta og
bezta kona, og leitaðist jafnan við, að gjöra honum lífið
heima fyrir svo þægilegt, sem henni var unnt. Hún
unni öllu því, er hann unni, og hvatti hann til alls
þess, er hann hafði hug á. Frá því 1852 bjuggu þau
jafnan í húsinu Östervold nr. 8. Eigi varð þeim hjónum
barna auðið. Landar Jóns vóru börn hans, eins og
útlendur maður') hefir komizt að orði.
Eins og vænta mátti, var efnahagur Jóns ávallt á
veikum fótum, þótt höfðingskapur hans væri svo mikill,
að engir gátu orðið þess varir, nema þeir, sem vóru
nákunnugir. Hann hafði lengst af eigi annað við að
styðjast, en það, sem hann gat fengið fyrir hin vísinda-
legu störf sín. Sem skrifari í nefnd Árna Magnússsonar
hafði hann 300 rd. á ári og um mörg ár hafði hann
) Prófessor W. Fiske, sem íslendingum er góðkunnur.