Andvari - 01.01.1880, Page 45
Jóns Sigurðssonar.
39
400 rd. styrk af fje því, sem ætlað er til að styðja
vísindaleg fyrirtœki í Danmörku; var honum veitt það
fyrst 1855; auk þess fjekk hann borgun fyrir að gefa
út lagasafnið, fyrir störf sín við fornfrœðafjelagið og
fleira. Margt var það að vísu, er hann enga borgun
fjekk fyrir, t. d. fyrirhöfn hans öll við stjórn Bókmennta-
fjelagsins, en hann var svo mikill afkastamaður, að hann
vann sjer þó eigi lítið inn, og stundum fjekk hann
einnig álitlega hjálp. Á hinn bógiun var hann rausn-
arlegur mjög í skaplyndi, gestrisinn og hjálpsamur, og
kostaði miklu til bókasafns síns. Hann var því lengstum
í miklum skuldum, þangað til hann fjekk verðið fyrir
bókasafn sitt og heiðurslaunin.
Jón Sigurðsson var gildur meðalmaður á hæð og
liinaður vel; hann var fríður sýnum, karlmannlegur á
velli og prýðimaður í framgöngu allri. Hár hans og
skegg var framan af dökkjarpt, en um fertugsaldurinn
gránaði það og varð hvítt; eigi að síður var hann þó
unglegur að sjá og einkennilegt bros ljek venjulega á
vörum hans. Svo segir Steingrímur (1869):
«Undir alhvítri skör ber þú œskunnar fjör,
Jafnvel ungum þú lífs glœðir hyr,
Og með afli og dug og með ástglöðum hug
þú ert œjkunnar hetja sem fyr».
Hann var móeygur og augun ákaflega snör og
Qörleg. Svo kvað Matthías:
«Langaði löngum
Lundhýru sprundin
Práneygan frónsvin
Fá þig að sjá».
Sæti hann og væri að hugsa um eitthvað, þá var
eins og nokkurs konar mók fœrðist yfir hann, en í við-
rœðum var hann hinn skemmtilegasti maður og jafn-
aðarlega skrafhreyfinn; í samkvæmum var hann allra