Andvari - 01.01.1880, Síða 46
40
Æfi
manna glaðastur, og talaði þá einatt af mesta fjöri.
Við tœkifœri drakk hann vín eigi síður en aðrir, en
aldrei varð hann ölvaður, svo að á því bæri; þoldi hann ef-
laust mikið. Hann var höfðingi í lund, manna gestrisn-
astur og örlátur; í húsi hans vóru íslendingar boðnir
og vel komnir, og það var eins og samkomustaður þeirra;
sóttu einkum ungir námsmenn mikið þangað. Við dönsk
heimili hafði hann aptur á móti lítil mök, en þó var
hann kunnugur mörgum vísindamönnum í Kaupmanna-
höfn, og höfðu þeir flestir miklar mætur á honum. Eigi
þoldi hann vel, að menn deildu við hann. fótti hann
stundum ráðríkur í moira lagi, og tók þvort fyrir það,
er honum var móti skapi. Var það þá eigi fyrir
ístöðuiitla menn, að mæla í móti honum. fó var fremur,
sem honum sárnaði við mótmæli, en að hann reiddist
þeim. Gáfur hans vóru sjerlega góðar, skilningurinn
skarpur og minnið afbragðsgott. Honum var Ijett um
að koma fyrir sig orði, hvort sem var í rœðu eða riti.
Hann skrifaði mjög vel, og var fijótur mjög að skrifa.
Hann kunni mikið í íslenzkum kvæðum einkum frá 17.
og 18. öld, og var opt að raula það fyrir munni sjer,
er hann var eitthvað að gjöra; þótti honum mikið
gaman að því, sein eitthvað var kátlegt. Framúr skarandi
kjarkur ogstaðfesta var það, sem einkenndi hann mest;
hann hafði sett í innsigli sitt «a 1 drei að víkja», og
því fylgdi hann í lengstu lög. Hann var einstakur
iðjumaður alla æfi, enda mundi eigi jafnmikið hafa
getað legið eptir hann að öðrum kosti. Vingjarnlegur
var hann við alla, og þœtti honum einhver gjöra á
hluta sinn, þá ljet hann sig það optast litlu skipla, en
ef sá hinn sami vildi aptur vingast við hann, þá veitti
það stundum erfitt. Hins vegar var hann hinn greið-
viknasti maður, og búinn til að gjöra hvers manns bón,
ef honum var unnt; þetta vi3su menn, og notuðu það
einnig óspart; fjekk hann, einkúm hin fyrri ár, með