Andvari - 01.01.1880, Side 47
Jóns Sigurðssonar.
41
hvorri ferð frá íslandi mörg brjef, þar sem liann var
beðinn um sínu sinni hvað, kaupa eitthvað, útvega
eitthvað, láta menn vita eitthvað o. s. frv.1). Vóru þau
brjef mörg, er byrjuðu á þessa leiði: «þ>ó aðjeg sje yður
ókunnugur, þá heíi eg svo mikið heyrt talað um góðvild
yðar, að» o. s. frv. Hann var einnig einhver hinn
vinsælasti maður meðal landa sinna, sem dœmi munu
til; unnu honum flestir hinir beztu menn, og þeir fáu,
sem eigi báru gæfu til samþykkis við hann, þeir viður-
kenndu þó, hvílíkur afbragðsmaður hann var. Geðríkur
maður var hann, en því merkilegra er það, að það bar
mjög sjaldan til, að hann ámælti einstökum mönnum,
hvorki í orðum nje ritum. í trú sinni fylgdi hann
kenningu þeirri, er hann hafði alizt upp í, og vildi
aldrei heyra neinar efasemdir um sannleika hinna
kristilegu trúarlærdóma. I lífi sínu öllu var hann svo
einstaklega ósjerplœginn og vandaður, að mótstöðumenn
hans hafa aldrei getað brugðið honum um neitt, sem
eigi sómdi drenglyndum og ágætum manni.
Hann var hraustur og lieilsugóður mestan hlut
æfinnar; en er hann var á íslandi 1869, fór hann að
finna til gigtar í hœgri liandleggnum, svo að hann átti
erfitt með að skrifa; hann varð þá eiunig veikur af
steinsótt. fetta batnaði að vísu aptur, en upp frá því
var heilsa hans þó allt af veik fyrir. f>á er hann var á
alþingi í síðasta sinni 1877, fór þetta mjög í vöxt; fór
hann þá og að missa minni og verða eins og utan við
sig smám saman meir og meir, eptir því sem lengur
leið. Síðasta árið var hann allt af þungt haldinn, en
hafði þó jafnan rænu meir eða minna, þangað til hann
dó 7. dos. 1879, á 69. aldursári.
l) þa!5 er óhætt að fullyrða, að Jón hafi komið í veg fyrir
margar þrætur og málaferli með upplýsingum þeim, er hann
opt gaf um gömul landamerkjaskjöl og máldaga.