Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 48
42
Æfi
Víða var getið um Mt hans í útlendum blöðum, og
var hans hvervetna minnzt með mikilli virðingu1). Lík
hans var flutt að heiman 11. s. m. og hjelt Eiríkur
prófastur Briem, er staddur var þá í Kaupmannahöfn,
húskveðju. Vinur Jóns, Tryggvi Gunnarsson, stóð fyrir
útför hans, og var hún haldin 13. s. m. í kyrkju drott-
ins zebaoths(Garnisonskyrkju); fluttu þar rœður Schepelern
prestur á dönslui og Eiríkur Briem á íslenzku; vóru
þar við útförina, auk alira íslendinga í Kaupmannahöfn,
margir heldri menn danskir t. d. geheimeetazráð Trap
fyrir hönd konungsins, aðmíráll Irminger, ráðgjafi Is-
lands Nellemann, forsetar landsþingsins og þjóðþingsins
og margir aðrir ííkisþingsmenn; hafði verið sleppt, að
halda fund í fólksþinginu þann dag, til þess að ríkis-
þingsmenn gætu verið við útförina. íslendingar í Kaup-
mannahöfn höfðu skotið saman hátt á sjötta hundrað
krónum, til að prýða kistuna og kyrkjuna við útförina.
Á kistunni var prýðilegur silfurkrans með skildi innan í,
er grafin vóru á þessi orð:
t
Jón Sigurðsson,
fœddist 17. júní 1811,
kvongaðist 4. sept. 1845,
dó 7. des. 1879.
Óskabarn íslands,
sómi þess, sverð og skjöldur.
Kona hans var eigi við útförina; hún hafði lengi verið
lasin, og lagðist í rúmið tveim dögum eptir andlát hans;
') Prófessor Konráð Maurer í Miinchen kvað svo að orði í
ritgjörð, er hann skrifaði um Jón i þ^zku tírnariti: «Jeg
sakna hans, sem eins hins ágætasta, virðingarverðasta og
mesta manns, er eg nokkuru sinni hefi kynnzt við». þessu
lík vóru og ummæli margra annara merkilegra manna í út-
löndum, er honum höfðu kynnzt.