Andvari - 01.01.1880, Page 49
Jóns Sigurðssonar.
43
gjörði hún þá erfðaskrá sína og ákvað, eptir því, sem
Jón hafði áður ráð fyrir gjört, að af mestum hlut eigna
sinna skyldi stofna sjóð; fal hún næsta alþingi, að kveða
á um, hvernig honum skuli verja Islandi til gagns.
í>ví næst andaðist liún 16. des. og var útför hennar 23.
s. m. Lík þeirra er ætlazt til að flutt verði í vor til
íslands, og grafin í Reykjavíkur kyrkjugarði.
í heilan manniildur hafði Jón Sigurðsson unnið að
framförum fósturjaroar sinnar. Hann hafði gjört það
með svo miklu kappi og ósjerplœgni, að hann gat með
sanni sagt við þjóð sína: <• þjer vinn eg það eg vinn.>.
Hann talaði þá, þegar allir aðrir þögðu, og hann talaði
svo, að kvað við í brjóstum allra góðraíslendinga. Orð
hans glœddu hjá þeim frelsisást, framfarahug og fjelags-
anda, og framkvæmdir hans báru mikinn og hoillaríkan
árangur. Sögu íslands stundaði hann meira en nokkur
annar, og hún mun einnig geyma nafn hans um ókomnar
aldir. Allar komandi kynslóðir Islands munu með virð-
ingu og þakklæti minnast hans, sem eins hins bezta og
ágætasta manns, er á íslandi hefir alizt.
«Full af frægð og stríði,
Fjöri, von og þraut,
Fyrir land og lýði
Lá hans grýtta braut».
(Matthías 1877).