Andvari - 01.01.1880, Page 50
44
II.
Nokkur orð um jarðfrœði
eptir
Þorvald Thóroddsen.
J>að var eigi fyrr en á öldinni sem leið, að jarð-
frœðin varð að sjerstakri vísindagrein. Menn höfðu reynd-
ar áður þekkt ýmislegt þar að lútandi, en enginn hafði
safnað öllum þessurn smáathugunum í eina heild; það,
sem menn vissu um bygging og myndun jarðarinnar,
var allt í molum. þjóðverji nokkur að nafni Weruer
(f. 1750, d. 1817), er sttíö fyrir námunum og námu-
manna-skólanum í Freiberg á Saxlandi, varð fyrstur til
þess, að fœra þetta í lag. Með rannsóknum sínum á
jarðlögum og málmgöngum komst hann að þeirri niður-
stöðu, að jarðlögin væru smátt og smátt inynduð af
vatni. Hann varð upphafsmaður allrar vísindalegrar
jarðr'rœði, að honum streymdu lærisveinar úr öllum lönd-
um Evrópu, og breiddu út kenningar hans. Um sama
leyti var annar maður uppi á Skotlandi, er Hutfon
hjet (f. 1726, d. 1797); hann stundaði líka jarðfrœði, og
komst með rannsóknum sínum að þeirri niðurstöðu, að
allt væri mynaað af eldi. Nú komu upp langar deilur
millum lærisveinaþessara manna(neptúnistaogplútónista),
og þær enduðu eigi fyrr, en hinir miklu náttúrufrœðingar
Alexander von Humboldt (1769—1859) og Leo-