Andvari - 01.01.1880, Síða 51
Nokkur orö um jarðfrœði.
45
pold von Buch (1777—1853), sem höfðu með eignum
augum, á löngum ferðum, skoðað mikinn liluta jarðar-
innar, sýndu mönnum fram á, að bæði eldur og vatn
hefðu unnið að jarðarsmíðinu. Með þessu var jarðfrœðin
grundvölluð, en þurfti þó margra umbóta við. Hinn
víðfrægi dýrafrœðingur Georg Cuvier (1769—1831)
rannsakaði fyrstur manna nákvæmlegá steingjörvinga
þá, sem víða felast í jarðlögunum. Aður höfðu menn
haldið, að þeir væru að eins leikföng náttúrunnar og
sköpunarinnar, sem enga þýðingp hefðu haft, en með
dœmafárri skarpskygni gat hann' af hinum einstöku
beinum, er fundust, sjeð allan skapnað íýranna og lifn-
aðarhátt þeirra, og hann sá, að flest-öll þessi dýr
fundust eigi á jörðinni lengur; hann ætlaði sökum þess,
að jörðin í myndun sinni hefði haft mörg sjorstök tíma-
bil með sjerstökum dýrum og jurtagróða, en við óguideg
umbrot elds úr iðrum jarðarinnar hefði hver kynkvísl
dýra og jurta eptir aðra orðið að engu, og svo hefði
allt af nýtt verið skapað í staðinn. Til þess að benda
á, hve illa menn vóru að sjer fyrir tíma Cuviers í öllum
þeim frœðum, er að steingjörvingum lúta, má geta þess
t. d., að hinn nafnkunni heimspekingur Voltaire sagði
við franskan náttúrufrœðing, að skeljar þær, er fyndust
hátt uppi í Alpafjöllum, væru eigi annað en matleifar
eptir pílagríma, er hefðu haft ostrur og krœklinga í
nesti og snarað frá sjer skeljunum, og gjörði gys að
honum fyrir það, að hann hjelt að þær væru eldri.
Jarðfrœðingurinn Lyell (1797 — 1875) á Englandi hefir
nú sýnt mönnum fram á, að kenning Cuviers um bylt-
ingar jarðarinnar og endursköpun dýranna sje á litlum
rökum byggð, svo að allir jarðfrœðingar eru nú á hans
skoðun um það, að allt hið lifanda hafi smátt og smátt
fullkomnazt, engar stórkostlegar byltingar orðið, er
i>afi eytt öllu dýralífi og jurtalífi, og að þeir hinir
sömu kraptar, sem nú verka fyrir augum vorum, hafi