Andvari - 01.01.1880, Page 52
46
Nokltur orð um
unnið að myndun jarðarinnar í fyrndinni. A þessu eru
allar nýrri rannsóknir í jarðfrœðinni byggðar. Jarð-
frœðingar skoða því, að dœmi Lyells, nákvæmlega
breytingar þær, er enn fara fram í náttúrunni fyrir
augum vorum, svo sem verkun lopts og lagar á jarð-
tegundirnar, og áhrif þau, er jarðeldar hafa bæði á ytri
mynd, eðli og efnabreytingu hlutanna, og svo breytingar
þær og myndanir, sem geta orsakazt af áhrifum dýra
og jurta.
Lopt og vindar gjöra eigi mikla aðra verkun en
þá, að þeir feykja smámuldum hlutum saman í hrúgur,
og breiða þá út aptur; slíkt er algengt á söndum með
sjó fram og á eyðimörkum. þ>ar, sem vindar blása
stöðugt úr sömu átt, myndast hólar og hæðir af roksandi,
er festast við það, að ýmsar sandjurtir binda samau
sandkornin með rótum sínurn. Slíkir hólar eru hvít-
gljáandi á Jótlandi, Frakklandi, í Afríku og víðar af
kvartssteinum, sem í þeim eru, en á íslandi svartir af
því, að þar er roksandurinn aska úr eldfjöllum eða mulið
hraungrjót. Slíkir sandhólar finnast víða hjer á landi
t. d. í Skaptafellssýslunum, við Oðáðahraun og víðar.
Efni þau, sem loptið er samsett af, hafa, hvert í sínu
lagi, mikla þýðingu fyrir steinmyndanir og hringferð
efnanna í náttúrunni.
Enn þá meira gjörir vatnið til þess, að breyta yfir-
borði jarðarinnar, og ef það væri sjálfrátt, niundi það
með tímanum mala niður öll fjöll og allar misjöfnur á
löndunum, og gjöra allt eina flatnoskju, en eldkraptar
þeir, sem í jörðunni búa, veita mikla mótspyrnu, og láta
lönd og fjöll rísa úr sæ. cDropinn holar steininn» og
hver regndropi fœrir dálítið steindust úr stað. Ár og
lækir koma með tímanum til leiðar furðumiklum breyt-
ingum; mest ber á því við fossa og ár í vatnavöxtum.
Árnar bera til sjávar fjaska-mikið af grjóti, leðju og
aur, og mynda þannig með tímanum lieil lijeruð.