Andvari - 01.01.1880, Side 53
jarðfrœði.
47
Gangesfljótið ber fram t,i1 sjávar 11,400 milj. fjórðunga
af leðju dag hvern. Egyptaland er, að allra áliti, að
miklu leyti myndað af leðju úr ánni Níl; við Missisippi
myndast stórir landskikar á hverju ári o. s. frv. Allt
þetta hefir vatnið molað úr fjöllunum og flutt það á
burt. Sumar ár grafa sig niður í landið og mynda
djúpa dali; aðrar fylla dalina upp aptur með grjóti og
leðju. í fjalllöndum sprengir vatnið smátt og smátt
sundur stór björg á þann hátt, að glufur og rifur í
kíéttunum fyllast af vatni, það frýs og við það stœkkar
rúrntak þess, og það sprengir af sjer klettana, svo að þeir
molna meir og meir dag frá degi. Regnvatnið, sem
fellur á yfirborð jarðarinnar, sígur niður í jörðina um
glufur og sprungur, leysir upp steina og berg, og gjörir
þar margar efnabreytingar, einkum þegar í því er kol-
sýra. í gegnum sandlög sígur vatnið hœglega, en stöðv-
ast, ef það hittir á hörð leirlög, og við það geta myndazt
stórar vatnsæðar neðan jarðar, sem annaðhvort síga út
eptir liallanda jarðlaganna, t. d. í brekkum og hlíðum,
eða safnast í skálar, sem ekkert afrennsl er úr. Vjer
þekkjum allir á íslandi, hve miklu sjórinn getur orkað í
hafróti; hann brýtur sundur stór björg, og leikur sjer
með þau fram og apöur. Smærri og stœrri steinar
berast fram og aptur, og lilaðast upp í hrúgur og
dyngjur fjær eða nær. Mestöll lögun landanna er byggð
á því, hve hörð jarðlög þeirra eru, og hve vel eða illa
þau standa í mót áhrifum vatns og sjóar. jpar sem
klettar eru við sjó misharðir, koma á víxl víkur og
firðir, því að þar sem efnið er linara jetur sjórinn sig inn,
en nes og höfðar verða þar, sem harðir klettar eru
fyrir, sem standast brimrótið. Yfirborð landanna er
hinu sama lögmáli bundið; þar sem harðar bergtegundir
eru í fjallatindunum, verða þeir hvassir og yddir, en
þar sem þær eru linari, verða fjöllin ávöl eða bala-
mynduð.