Andvari - 01.01.1880, Page 54
48
Nokkur orð um
Jöklarnir, sem eigi eru annað, en frosið vatn,
gjöra og liafa gjört furðu-mikinn usla á Islandi og
annars staðar, þótt lítið beri á í svipinn. þ>ekkingin á
þeim hefir því mikla þýðingu í jarðfrœðinni. Efst uppi
á íjöllum safnast snjór, sem aldrei þiðnar, en því nær
sem dregur miðjarðarlínunni, því hærri þurfa fjöllin að
vera, til þess að jökull haldist áþeim. Hugsi maður sjer
iínu dregna, þar sem snjór þiðnar eigi af jörðu árið um
kring, þá kallast það snælína. Á íslandi er hún um
3000 fet yfir sjávarflöt, í Andesfjöllum 16,000', á norður-
hlið Himalaya 20,000' yfir sævarflöt, en gengur lengra
niður að sunnan, því að þar er lopt saggasamara, og nóg
efni í snjóinn. í þeim löndum, sem eru mjög nálæg
heimskautunum, er ís og snjór niður í sjó. Efstu
fjallabungur eru þaktar stórum fannflákum (hájökiar),
og niður úr þeim skjótast tangar niður hlíðar og dali
(skriðjöklar eða falljöklar). Efst er snjórinn þurr og í
kornum, en neðar eins og glerungur, þar sem nokkuð
bráðnar og frýs aptur. Sá snjór, er fellur hvert ár, legg-
ur sjerstakt lag ofan á, og þar, sem sprungur eru, má
opt sjá hverja rákina yíir annari, því að aur, leir og dust
falla á sDjóinn árlega, og því verða þykkar ísrákir og
þunnar aurrákir á víxl. I skriðjöklunum, er lengra ná
niður, eru hvít og blá bönd á víxl, eptir því, hve opt
hefir verið hláka eða frost. Menn hafa nú fullkomlega
komizt að því með vissu, að allir jöklar hreyfast meira
eða minna; þessi hreyfing kemur bæði af því, að allt af
eykst ofan á jökulbunguna af fannfergju og snjó, og
þrýstir því, sem neðar er, niður á við, en þó einkum af
því, að í öllum rennum og holum í jöklinum rennur
vatn, sem á víxl frýs og þiðnar, en spennikraptur sá,
sem verður úr mörgum smákröptum, er við það lcoma
fram, verður nógur til þess, að hreyfa jökulinn áfram;
auk þess er ýmislegt fleira, sem að því styður. Skrið-
jökull fer vanalega 1—3 fet á dag niður á við; þó er
i