Andvari - 01.01.1880, Page 57
jarðfrœði.
51
steinum, er síðan hafa staðið undir þeim. Slíkir steinar
eru algengir í Norvegi, Svíþjóð, þýzkalandi og víðar.
Isrákirnar eru víða óglöggvar á Islandi, bæði af því
að hraungrjótið er svo hrufótt, að og af því lopt og lögur
hafa jetið burt förin af steinunum; jeg hefi sjeð þær hjá
Hafnarfirði, í Stafholtstungum, á Vaðlaheiði, í Bárðardal
og víðar.
Sumstaðar sjást hæst uppi á fjöllum holur í hörðum
klettum, sem eru eins og þær væru boraðar í bergið
með nafri. Alþýða manna í Norvegi og Svíþjóð kalla
þær skessukatla (játtegrytor). pað var lengi, að enginn
vissi hvernig á holum þessum stóð, og ímynduðu menn
sjer, að þar hefðu fallið um fossar og stórár áður á
tímum, því að uokkuð líkar holur finnast undir fossum, þar
sem iðan kastar mörgum steinum sífellt í hring í sama
farinu, og holar svo bergið. Svo eru og hyljir í ám á
íslandi optmyndaðir, þar sem bugða er á ánni, og apt-
urkastið verður svo mikið, að steinarnir á botninum geta
snúizt. Eigi er alstaðar hœgt að rýma það saman við
landslagið, að þar hafi áður verið ár, er þessir katlar
finnast, og segja menn því, að þeir sje upprunalega
myndaðir á þann hátt, að ár hafi fallið niður um sprungur
á ísfláka þeim, sem fyrrum huldi norðurlönd, fossað
ofan á lausagrjót, er undir var, og núið með því bergið.
Norskur maður, Sexe prófessor, heldur, að sumar slíkar
holur hafi ísinn sjálfur borað smátt og smátt með grjóti
því, er við hann var frosið. Steinn, sem er undir jökulís,
verður að stöðvast, þar sem misjafna er á berginu, en
af því að jökullinn hreyfist meira í miðjunni en til hliðanna,
þá verður þrýstingin á innri rönd steinsins meiri en á
liinni ytri, og við það mjakast steinninn hœgt og hœgt
* hring. Sumir skessukatlar í Norvegi eru 16 feta
djúpir og þar yfir. Á íslandi eru flestir miklu minni,
við Skjálfandafljót nálægt Goðafossi eru margir smáir.
haldarmenjar hafa og fundizt á suðurhveli jarðarinnar,