Andvari - 01.01.1880, Page 61
jarðfrœði.
55
Opt fylgja landskjálftum dunur og dynkir neðan
jarðar, er heyrast langan veg. Jarðskjálfta-bylgjurnar,
ef svo má kalla, hreyfast mjögfijótt; jarðskjálftinn 1755
fór 9]/a mílu á mínútu. í landskjálftakippum hafa menn
stundum sjeð heil lönd heijast upp, eða síga niður um
nokkur fet; Chili hófst t. d. um 7 fet 1820. fað þarf
geysimikið afl til að orka slíku. Menn taka líka eptir
því, að heil lönd hefjast og síga smátt og smátt, hvort
sem það orsakast af þessum sama krapti, eða eigi. J>að
heiir verið tekið eptir því, að Norvegur og Svíþjóð
hækka dálítið; um slíkar smábreytingar getur mikið
munað meðtímanum. Menn hafa og sjeð slíkar hreyf-
ingar á íslandi; landið hækkar sumstaðar, hafnir grynn-
ast og sker koma upp, sem áður vóru eigi til; sum-
staðar sökkva strendurnur í sæ. Að þessar breytingar
hafa áður átt sjer stað, sjest á því, að víða, fjær og nær
sjó, eru hrúgur af skeljum (hörpudiskum, krœklingum,
kúskeljum o. fl.) í börðum og greyptar inn í kletta, og
eru þær alveg sömu tegundar sem þær, er lifa enn í
sjónum þar nærri (t. d. við Leirárvoga og Fossvog).
Flest eldfjöll eru uppmjóar strýtur með gígnum á topp-
inum; færri eru aflangir hryggir með mörgum gígum,
eins og Hekla; á íslandi hafa opt komið eldgos á sljett-
lendi upp um sprungur í jörðina, og svo hafa myndazt
eldborgaraðir við gosin. í hverju eldijalli má sjá, að
glufurnar liggja í vissa stefnu í klettunum; á Heklu
liggja glufurnar frá suðvestri til norðausturs, við Mý-
vatn frá suðri til norðurs. Eptir landskjálfta byrjar gos
Þannig, að vatnsgufa spennir upp úr fjallinu logandi
hraun, vikur og ösku. Hraunið rennur niður eptir hlíð-
l,num, og storknar yfirborð þess brátt af kuldanum, en
Vlr'dir skorpunni rennur miklu lengur áfram bráðið hraun;
v'ð það verður opt tómt undir hraunskorpunni, er allt
rennur burt hið neðra, og myndast þannig skútar og
hellar. Slíkir hellar eru algengir á íslandi. Surts-