Andvari - 01.01.1880, Page 63
jarðfrœði.
57
staðið. — Svo mikið barst þá (við hlaupin 1660) fram
í sjó af aur og sandi «að varla er trúanlegt»; þar sem
fiskiskip lágu áður á 20 faðma djúpi, var eptir hlaupið
orðinn þurr fjörusandur. Jökulhlaup tók 1721 «drang,
sem stóð nærri Hjörleifshöfða að vísu tvítugan að hæð
og annað eins ummáls. þ>ann grasvaxna háls, sem lá
milli Seldals og Ljerepts-Höfuðs hefir jökulhlaupið allan
burttekið, víst stórt hundrað faðma í jörð, niður að stóru
hellubjargi, sem var aldeilis sprungulaust, og svo sljett
sem hefiað trje; íþví eruþó nokkurir steinkatlar; það er
að vídd, sem til þess sjest, ei minna en 5 kýrfóðurs
vellir».
Eldur sá, sem sýnist standa upp úr íjöllum við
gos, er optast eigi annað en glampi af liinu brædda
hrauni í gígnum, er slær á ösku-mökkinn fyrir ofan.
Eldstöpull upp úr eldfjöllum beygist því aldrei til hliðar,
hversu hvasst sem er, en öskustrókurinn lýtur vindinum
eins og hvað annað.
fegar gosinu ljettir, koma upp úr hálfkólnuðu
hrauninu og þar í nánd um sprungur og glufur alls
konar gufutegundir (fúmarólur), blandnar ýmsum meira
eða minna upp leystum efnum. Efni þau, sem upp um
glufurnar lcoma, setjast á barmana, þegar þau kólna.
|>að eru helzt klórsambönd, er þá koma fram, t. d.
salmíak, matarsalt, klórjárn og saltsýra; seinna kolsýra,
brennisteins-vatnsefni (schwefelwasserstoff, svovlbrinte)
og vatnsgufur. Eptir Heklugosið 1845 fannst þar tölu-
vert af klórjárni og salmíaki í hraunsprungum, og á
Mývatnsörœfum var 1876 töluvert af salmíaki í kryst-
öllum á sprungubörmum. Eins og annars staðar í nátt-
úrunni má sjá vísa röð og reglu á efnum þeim, er
þannig koma fram í gufumynd. Hiti í bráðnu hrauni,
sem rennur upp um gíg, er vanalega 1250—1500 0 0.,
og hiti og ásigkomulag þeirrar gufu, er upp af því
stendur, er eptir kólnun þess misjafnt, eins og eðlilegt