Andvari - 01.01.1880, Síða 64
58
Nokkur orð um
er. þegar hraun rennur fram, er opt yfirþví hvítleitur
reykur, fullur af upp leystum efnum, einkum klórnatríum
(matarsalti) og klórkalíum; hiti þessarar gufu er um
1000 °, en þegar meira kólnar, falla þessi efni frá, og
mynda smákrystalla á glufubörmum hraunsins; síðan
kemur mest upp vatnsgufa, blandin salmíaki, salti og
brennisteinssýrum; þar á eptir er vatnsgufa með nokkuru
af brennisteins-vatnsefni og brennisteini, og seinast ein-
tóm vatnsgufa. Hvert efni þarf svo og svo mikinn hita
til þess að haldast í gufulíki eða rennandi, en harðnar
og myndar krystalla, þegar hitinn er minni en til þess
þarf. — Kolsýran kemur einna síðast upp; hún streymir
víða upp um glufur, og veldur ýmsum breytingum, einkum
með vatni, því að kolsúrt vatn getur leyst upp margt,
sem annars er varla hœgt að sundur deila. í hinum
svo kallaða Hundahelli við Agnanovatn, nálægt Neapel á
Ítalíu, streymir kolsýra upp um rifur á botninum; þar
deyja allir hundar, er inn koma. Kolsýran er nefni-
lega þyngri, en aðrar lopttegundir, og fer því með
botni hellisins, en af því að snoppa hundanna veit niður,
þá verða þeir að anda að sjer þessari banvænu lopt-
tegund, en maðurinn stendur upp úr, og hann sakar
eigi. Brennisteinsnámur standa í nánu sambandi
við eldfjöll; þær koma af brennisteins-vatnsefni, er
streymir upp úr jörðunni; þegar það kólnar af lopt-
inu, fer vatnsefnið á burt, en brennisteinninn verður
eptir. par, sem lopttegund þessi fer í gegnum kalklög,
myndast gips (brennisteinssúrt kalk); þegar hún verkar
á «trachyt», myndast opt álúnsteinn o. s. frv. Brenni-
steinsgufur (brennisteinssýra og brennisteinssýringur) leysa
víða upp jarð- og bergtegundir og gjöra graut úr öllu
saman, sem ávallt sýður og bullar; slíkir leirhverir eru
algengir við brennisteinsnámur t. d. við Mývatn ogKrísuvík.
Hverir og laugar standa í nánu sambandi við
jarðelda, en eigi er mönnum enn glöggt um eðli þeirra ;