Andvari - 01.01.1880, Page 66
GO
Nokkur orð um
ofan til í hvernum kólnar svo aptur, en hitinn er jafn
að neðan; síðan byrjar sama glíman af nýju, og hvert
gosið rekur annað. Aunar þýzkur náttúrufrœðingur, J.
Múller, hefir búið til vjel, sem sýnir, hvernig gosin
atvikast, eptir því er Bunsen telur sig sannfróðan um.
J>að hefir verið gjört til reynslu, að mæla rúmtak tómu
skálarinnar og efsta kaflans af holunni niður úr henni,
og síðan tekið eptir, hve Iangan tíma vatnsgufan neðan
að þurfti til að þjettast aptur, og fylla aptur bæði hol-
una og skálina. Af þessu hefir verið reiknað, að Geysir
hefir sama afi sem vanaleg gufuvjel með 600—700
hesta krapti. pað er komið undir stœrð og lögun píp-
unnar, hvort hverinn gýs í sífellu, eins og t. d. Skrifla
gjörir, eða að eins endrum og sinnum, eins og Geysir.
J>egar krapturinn að neðan minnkar, hætta gosin og
hverinn verður að laug. I hveravatni er mikið af efnum,
sem finnast í sjó, einkum «natríum»-sambönd.
Mörg eldQöll á Islandi eru nú út brunnin, sem áður
hafa gosið, en þau þekkjast á því, að þau eru sem strýta
í lögun, svo og á vegsummerkjum þeim, er þau liafa
eptir sig látið. Hvergi um heim allan eru jafnstór
hraun og jafnmargir eldkatlar á jafnlitlu svæði sem á
íslandi. Stœsta hraun, sem menn vita til að hafi komið
í einu gosi úr nokkuru eldfjalli, er það, sem kom úr
eldgígunum í Varipárdal við Skaptá 1783; í því var jafn-
mikið af grjóti og í öllu fjallinu Montblanc, hæsta
fjalli í Evrópu. Hekluhraunið 1845 var meira en
14,000 miljónir teningsfeta, og hraunið á Mývatnsörœfum
1875 10,000 miljónir teningsfeta. Víða má sjá menjar
eldgosa á fyrri tímabilum jarðarinnar, en þeim hefir eigi
öllum verið eins háttað sem nú. Stuðlaberg hefir verið
eldhraun í fyrstu, en hefir klofnað í stuðla með aldr-
inum. Á mörgum stuðlabergs- og blágrýtis-flákum má
enn sjá að ofan bylgjumyndun og gjall, eins og á
hraunum þeim, er nú koma úr eldfjöllum; þess konar