Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 67
jarðfrœði.
61
hefi jeg t. d. sjeð yzt á Tjörnestá við Valadalstorfu.
Gígir og gjallkeilur eptir forn gos eru víða horfnar, af
því að ísinn á ísöldinni hefir rakað þeim burt. Á sumum
hraunum frá sögu-tímanum má sjá, að þau klofna í
stuðla eins og stuðlaberg, svo er t. d. hjá Hrossadals-
gígunum við Mývatn. Sumstaðar eru stór fjöll bólu-
mynduð eða bungumynduð úr ýmsu hraungrjóti, og
halda seinni tíma jarðfrœðingar það sje leifar af gömlum
eldfjöllum, þar sem gígurinn og kápan utan af eru
horfin burt, fyrir áhrifum lopts og lagar, en það hefir
staðið eptir, sem fyllti fjallið innan. Granít er líka
nokkurs konar hraungrjót; munurinn er sá, að það er
svo ævagamalt, frá því er »árvaralda», eða hjer um bil
jafngamalt jörðinni, ogertil orðið undir alltöðrum ástœðum
og atvikum, en nú gjörist.
Hin lifandi náttúra, plöntur og dýr, geta haft
ýmisleg áhrif á jarðmyndunina. Kolin eru mynduð á
fyrri jarðar-tímabilum af geysimiklum plöntuleifum, af
stórum og smáum skógartrjám og minni jurtum; síðan
hefir allt orðið fyrir miklum þrýstingi af jarðlögum, er
ofan á mynduðust. Mór myndast á líkan hátt af jurta-
leifum, er sökkva til botns í mýrardýjum; kolefnið verður
því hreinna, og mórinn því betri, sem liann er eldri.
Mýrajárn myndast og af áhrifum jurtanna. Sumstaðar
finnast í mýrum hvítleit jarðlög dustkennd af mjög
smáum plöntum (diatome), sem eigi sjást nema í sjón-
auka; skeljar þessara jurta eru úr kísil. «l)iatome-
kísill» finnst víða á íslandi, t. d. nálægt lauginni við
Reykjavík. fað eru einkum hinar allra lægstu og minnstu
lifandi skepnur, sem með aragrúa sínum hafa áhrif á
jarðmyndunina. Kórallar, skeljar og ýms lægri dýr draga
kalk úr sjónum, og mynda á þann hátt skeljar sínar,
sem opt hlaðast í þykk lög, er dýrin deyja. í heitu
höfunum eru stór kórallarif (þar sem meðalárshiti í
sjónum er 20 0 C.), er opt mynda eyjar og eyjaldasa.