Andvari - 01.01.1880, Page 69
jarðfrœði.
63
og þær, sem eru samsettar af molum. Undir krystal-
kenndar heyra t. d. granít og gneis, er mynda mestan
hluta Svíþjóðar og Norvegs, trachýt, sem optast er í
hvössum fjallatindum víða á íslandi, t. d. í Baulu, Hlíð-
arfjalli við Mývatn og víðar; það er stundum í stuðlum
eins og stuðlaberg, en mjög ljósleitt; biksteinn, perlu-
stein, hrafntinna, vikur, hljdmsteinn (phonolith), sýenít,
díorít, díabas, dolerít, stallagrjót (trap), blágrýti (stuðla-
berg, basalt), glimmerflögur o. m. fl., er hjer verður eigi
upp talið. Hraun er engin sjerstök bergtegund, heldur
sambland af alls konar brenndu grjóti. Allar þessar
krystalkenndu bergtegundir hafa einhvern tíma verið
bræddar af eldi, komið við gos upp úr jörðunni, og
storknað svo fljótt eða seint. J>egar þær hafa kólnað
snögglega, verða hinar einstöku steintegundir í þeim í
mjög litlum skömmtum og mjög blandnar, og berg-
tegundin verður því gleraðri, sem hún hefir kólnað
fljótar. Krystallar hinna einstöku steintegunda, t. d. í
hrafntinnu og blágrýti, sjást þá eigi með berum augum,
en að eins í góðum sjónauka. fá eru teknar litlar flögur
af bergtegundinni, og þær fægðar með «smergel», uns
þær verða svo þunnar, að þær verða gagnsæjar, og eru
þær síðan lagðar undir sjónaukann, krystallarnir í þeim
eru svo mældir og á ýmsan hátt rannsakaðir með flat-
settum (pólaríseruðum) Ijósgeislum, ýmsum sýrum o. S.
frv. Menn eru nýlega farnir að skoða steina og berg-
tegundir á þennan hátt, og hefir það reynzt mjög vel.
Menn hafa á þann hátt fundið margt, sem enginn hafði
áður hugmynd um; innan í kvartskrystöllum eru t. d. ótelj-
andi blöðrur með vatni og loptbófum, mörgum þúsundum
á hverri ferhyrningslínu, og í sumum þeirra fljóta aptur
smákrystallar. Vökvar þeir og efni, er finnast í slíkum
smáholum steina, gefa hugmynd um hina fyrstu myndun
þeirra, það er að segja, um vökva þá eða hraunleðju, er
þeir hafa mvndazt í.