Andvari - 01.01.1880, Síða 70
Nokkur orð um
64
Aðrar bergtegundir eru samsettar annaðhvort af
lausum eða samtengdum molum úr lrinuin krystal-
kenndu. Móberg (túfí') myndar stór hjeruð á íslandi, og
er mestmegnis eigi annað en samlímd eldfjallaaska, er
heiir sezt í lög, opt verið niðri á hafsbotni, og breyzt
stundum ýmislega; í slíku móbergi eru opt smábitar af
palagónít (palagóníttúff); svo er í mestum hluta ping-
eyjarsýslu; sjálít palagónítið finnst hreinast í ÍSeljadal.
Leir, grjót, sandur og sandsteinn er myndaður úr eldri
föstum bergtegundum á ýmsan hátt af áhrifum lopts
og lagar.
í glufum hinna elztu bergtegunda finnst mest af
dýrum málmum og sjaldgæfum steinum, af því að á
hinum afarlanga tíma, sem liðinn er frá myndun þeirra,
hafa efni þessi, sem eru sjaldgæf og finnast í mjög
smáum skömmtum hjer og hvar í grjótinu, haft tœkifœri
til að dragast saman, og taka á sig krystalmyndir í
þessum glufurn. jpegar vatn mylur grjót úr fjöllum, þar
sem slíkir málmar eru, þá fœrast korn af þeim með
niður á sljettlendið; þess vegna hefir t. d. lengi vel
fundizt mest gull fram með fljótunum í Kaliforníu, en
nú er það að mestu að þrotum komið, og menn farnir
að leita í ijöllunum sjálfum. Með hinum dýru málmum
finnast í fjallaglufunum ýmsir krystallar af öðrum
steintegundum, lítils eða einskis virði, (gangart), og er
það merkilegt, að með hverjum af hinum dýru málmum
finnst vanalega sjerstök steintegund, gulli fylgir t. d.
nær ávallt kvarts, silfri kalkspath o. s. frv.
jpegar menn vilja skoða aldur jarðlaganna, þá
gá menn að legu hvers gagnvert öðrum, og að stein-
gjörvingum.
Aldur jarðlaganna er eigi hœgt að sjá, nema óbein-
línis. Menn sjá nefnilega að eins, í hverju aldurshlutfalli
þau standa hvert til annars, en sjaldnast, hversu gömul
þau eru að áratali. Jarðlög eru optast mynduð af