Andvari - 01.01.1880, Síða 71
jarðfrœði.
65
vatninu, sem hefir lagt stein ofan á stein smátt og
smátt; þau hafa opt ýmislegan halla, og eru beygð á
margan hátt, ýmist af því að eldkraptar neðan að hafa
verkað á þau, eða af því að þau hafa sigið og breyzt
af misjöfnum þunga. Hver jarðfrœðingur verður því að
mæla stefnu þeirra og halla með hallamæli (klinometer),
til þess að finna samanhengi þeirra, því að sjaldan er hœgt
að fylgja sama laginu beint, sökum þess að flest eru
margvíslega brotin og beygð. Aðalregla til að ákveða
aldur jarðlaga er, að það lag sje yngra, sem ofan á
liggur, en liitt eldra, sem undir er; þó getur út af þessu
brugðið, þar sem miklar byltingar hafa verið og lögin
snúizt við. Stundum eru glufur í lögin, þar sem brætt
grjót að neðan hefir þrengzt upp í (uppskotnir vegir,
gangar); þá hlýtur lagið að vera eldra en hið eldbrunna
grjót, er klýfur það. Lögun, hæðarmunur og landslag
landa yfir höfuð er komið undir því, hvernig jarðlögin
liggja, hvernig þau eru beygð og brotin, hvernig verk-
anir eldsins hafa verið á þau, og hvernig og hvar eld-
brunnið grjót hefir brotizt í gegn. Fjallgarðarnir eru
ýmislega lagaðir eptir myndun sinni, hörkunni á berg-
tegundunum o. fi. Dalirnir eru misjafnir eptir því,
hvernig þeir eru fram komnir; stundum eru þeir ekki
annað, en sprungur í fjöllin, sem hafa myndazt, þá er
íjallgarðurinn reis upp; stundum eru þeir holaðir út
smátt og smátt af vatni, ám og ís, og stundum hafa
þeir fyllzt aptur af grjóti, aur og ieir, og svo hálfholazt
út enn þá einu sinni af rennandi ám. Til þess að gjöra
sjer grein fyrir jarðfrœðislegri byggingu landanna, hafa
menn uppdrætti með ýmsum litum, og táknar hver
htur sjerstaka jarðmyndun, en af því að áþeim sjest, að eins
bað, sem efst er, þá hafa menn líka ímyndaða skurði
gegnum lönd og hjeruð (prófíl), þar sem sýnd er lega og
haili allra jarðlaganna.
Steingjörvingar eru leifar af jurtum og dýrum,
Aodvari. k