Andvari - 01.01.1880, Side 73
jarðfrœði.
67
látsins út í liinn kalda geim fór miðdepill þessarar
stóru gufukúlu að þykkna, og kjarni myndaðist, sem fór
að snúast, eins og hver kúla gjörir í lausu lopti; svo
kom hreyfing á allan þokuhnöttinn, og hann var^ökum
miðflóttaaflsins flatari við tvo enda og snerist um mönd-
ul sinn. Eptir því sem kjarninn þjettist, eptir því
varð hraði hans meiri, svo að miðflóttaaflið fjekk yfirhönd
fyrir utan hann, og nokkuð af þokunni leystist frá sem
hringur. |>essi hringur hjelt áfram að snúast, en hrökk
brátt í sundur, og hvert stykki vai ð að hnetti; en sökum
þess að hnettirnir eptir stœrð sinni höfðu misjafnt að-
dráttarafl og hraða, þá samlöguðust þeir allir í eina
kúlu (drógust að hinni þyngstu). þannig myndaðist
yzta plánetan. Frá miðkjarnanum leystist annar hringur,
er fór á sömu leið, og svo koli af kolli, uns allar plán-
eturnar vóru myndaðar. A sama liátt mynduðust tungl
við hverja plánetu. Um Satúrnus liafa tunglhringarnir
haldizt til þessa. Hver af hinum mynduðu hnöttum
þjettist meir og meir, varð hvítglóandi og rauðglóandi
er hann kólnaði meira, síðan myndaðist smátt og smátt
gjall og sori á yfirborðinu, og svo skorpa, sem öil rifnaði
í sundur í fyrstu af eldinum innan að. í gufulíki sjást
enn ýmsar þokustjörnur á himninum; hvítglóandi eru
hinar hvítgulu fastastjörnur, rauðglóaudi með nokkuni
gjallmyndun eru ýmsar fastastjörnur, er varpa frá sjer
rauðleitu Ijósi. Sól vor er mitt á milli þess að vera
hvítglóandi og rauðglóandi. Að skorpa sumra himin-
hnatta brestur, og eldurinn að innan um stund fær
yfirhönd, sjest, að ætlun manna, er fastastjörnur koma
allt í einu fram á himninum, þar sem engin sást áður,
'ýsa nokkura stund og hverfa svo aptur. Svo hefir opt
við borið.
Mikla tryggingu fyrir, að þetta sje satt, liafa menn
á seinni tímum fengið með því, að rannsaka eðli ljóssins.
Þýzkir náttúrufrœðingar Frauenhofer, Kirchhoff
5*