Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 74
68
Nokkur orð um
og Bunsen, sá er fyrr var getið, hafa fundið upp að-
ferð til þess að sjá með, hvers eðlis og efnis hlutur er,
sem varpar frá sjer Ijósi; það kallast "spectralanalysis».
Sólarljósið, sem oss virðist hvítt, er samsett af sjö litum,
er sjást við geislabrotin í regnboganum. Ljósið er eigi
annað en titring á Ijósvakanum, og hver litur hefir
vísan bylgjuhraða; rauði geislinn brotnar minnst, hinn
fjólublái mest. Láti maður ljósgeisla falla í gegnum
smugu inn í dimmt herbergi, og svo í gegnum þrístrent
gler á vegg, þá sjest á veggnum breitt belti með öllum
regnbogans litum, er kallast «spectrum». Með öðru
þrístrendu gleri má, ef vill, safna geislunum aptur og fá
fram hvítt ljós. Horfi maður með sjónauka á þetta
marglita belti, þá sjást í því ótal stryk og rákir þvers
um, sem eru misjafnlega margar og á ýmsum stöðum
eptir efnunum, sem eru í hlutþeim, er fram leiðir Ijósið.
Ljósbeltiðermismunandi eptirþví, hvorthinn lýsandi hlutur
er fastur, fijótandi eða í gufulíki. Nú hafa menn rann-
sakað öll frumefni, og vita glöggt um belti hvers eins,
og þekkja þau, hvar sem er. Á þennan hátt hafa menn
rannsakað eðli sólarinnar og stjarnanna, og gjört óteljandi
uppgötvanir, sem hjer yrði oflangt frá að segja. Menn
hafa fundið, að í sólinni eru flest sams konar efni og
eru á jörðinni, innst hinir þyngstu málmar, yzt hið
ljettasta efni, vatnsefni. Líkt er á jörðinni; iður hennar
eru þyngri en skorpan; meðalþyngd jarðlaganna yztu er
2V2 sinnum þyngd vatnsins, en öll er hún að meðal-
þyngd meira en fimmföld á við vatn, svo að eptir því verða
að vera þung efni í iðrum hennar.
þ>að er því ætlun manna, sem fyrr var sagt, að
jörðin hafi verið glóandi eldkúla, er smátt og smátt hafi
kólnað og fengið þá mynd, er hún nú hefir. Af kuld-
anum í himingeimnum urðu gufur þær, er upp lagði af
liinni glóandi eldkúlu, að regni, og fjellu niður; fyrst
framan af lagði þær upp aptur í gufulíki, er þær fjellu