Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 75
jarðfrœöi.
69
á eldhafið, en við það kólnaði jörðin smátt og smátt og
gjallskorpa myndaðist, er allt af þykknaði, þegar fram
liðu stundir. þ>egar á jörðina var komin nokkuð föst
skorpa, sem eldurinn neðan frá eigi sífellt bylti um, þá
fór að myndast meira og meira vatn á yfirborði bennar,
uns hún öll varð hulin hafi; en eldsaíiið niðri fyrir
sprengdi opt skorpuna; við það eyddist meiri og meiri
hiti út í geiminn, skorpan þykknaði þá, og eldurinn
þurfti meiri átök og gat eigi brotizt upp; þá komu hjer
og hvar upp buugur og hæðir, en annars staðar dœldir;
í dœldirnar safnaðist vatnið, er hæðirnar urðu þurrar,
og þannig varð fyrst greining láðs og lagar. Vatuið
moiaði úr ójöfnunum á jarðarskorpunni, og hrúgaði því
saman annars staðar; þannig urðu fyrst til regluleg jarð-
lög. í frumskorpunni og ójöfnunum upp úr henni var
granít, eða einhver lík bergtegund, er menn eigi þekkja,
en vatnið myndaði fiögur og lög úr smáhlutum þess
(gljáflögur, leirflögur o. fl.). í nokkurum af þessum elztu
jarðlögum finna menu hin elztu merki lifandi skepna,
sem fyrst eru mjög ófullkomnar, en verða allt af marg-
breyttari og fullkomnari að skapnaði, því yngri sem
lögin eru. Eptir steinrunnum leifum jurta og dýra
setjum vjer saman sögu jarðarinnar, og gjörum oss hug-
mynd um, hvernig nátturulífinu hefir verið háttað frá
öndverðu, og sjáum á þeim, hvernig sköpunin byrjar
á því sem einfaldast er, og fram leiðir síðan smátt og
smátt fullkomnari skepnur, uns hún endar á hinni
œðstu, manninum.
Til þess að hafa yfirlit yfir sögu jarðarinuar, hafa
nmnn skipt henni í ýmsa kafla, eins og mannkynssög-
Ulmi. Skiptingin er þessi: I. Frumtíð, áður en nokkur
fifandi skepna var til; II. Fornöld; III. Miðöld; IV.
#Wi nýrri öld; og V. Mannöld. Hverri þessari öld er
aptur skipt í smærri tímabil, en hvergi eru nein snögg
skipti inilli aldanna, og, eins og áður hefir verið á vikið,