Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 76
70
Nokkur orð um
hefir jarðargróður eða dýralíf aldrei allt týnzt í einu, og
nýtt komið í staðinn, heldur hefir sköpunin haldið jafnt
og þjett áfram til meiri fullkomnunar. Nýjar tegundir,
sem eigi gátu haldizt við sökum náttúrunnar í kring,
týndust og hurfu, en aðrar komu í staðinn, sem betur
áttu við. Hvert af þessum tímabilum iná einkenna og
nefna eptir þeim dýraflokki eða jurtaflokki, er þá bar mest
á. Meðal dýra var á fornöldinni mest til af kröbbum
og fiskum, á miðöldinni mest af skriðdýrum, á hinni
nýrri öld mest af spendýrum og fuglum. Af jarðar-
gróðri var á fornöldinni mest til af einföldustu þang-
tegundum, mosum og þess konar, á miðöldinni mest af
barrviðar-skógum, og laufviðir mestir á hinni nýrri öld.
I. Á frumtíðinni var jarðarskorpan að myndast,
sem áður er sagt, og þá gat engin lifandi skepna
tímgast fyrir hita.
II. Fomöld jarðarinnar (prímera eða palaiozóiska
tímabilið) innibindur í sjer fyrsta upphaf lífsins og œsku
dýra- og jurtaríkisins. Jarðlögin eru hjer opt brotin og
beygð á marga vegu, og sjest á því, að þá hafa hin
glóandi iður jarðarinnar allt af verið að gjöra árásir á
skorpuna hjer og hvar. þá finnast helzt lagardýr (mest
krabbar og fiskar), og af jurtum mest hinir lægri flokk-
ar (þang, skollafœtur, burknar o. II.). Fornöldinni er
vanalega skipt í fernt: Sílúríu-tímabil, hið devónska
tímabil, steinkola-tímabil og hið permska tímabil.
1. Sílúríu - tímabilið dregur nafn af hjeraði
því á Englandi, er Sílúrar byggðu á dögum Eómverja;
þar fundust fyrst þau jarðlög, er þeim tíma eru eignuð
af jarðfrœðingnum Murchison. fegar þau mynduðust,
var jörðin svo að segja auð og tóm, mestöll hulin
grunnu vatni, sker og eyjar á stöku stað, loptið þungt
og þykkt, og sá sjaldan til sólar fyrir skýbólstrum.
Skepnur þær, er þá vóru til, lifðu nærri allar í sjó,
einföldustu þangtegundir og þara huldu strendurnar og