Andvari - 01.01.1880, Side 79
jarðfrœði.
73
í Belgíu..................... 518 enskar ferh.mílur
á Frakklandi................... 2,000 — » —
á Spáni........................ 4,000 — » —
á Bretlandi og írlandi....... 12,000 — » —
í eignum Englendinga í Ameríku 18,000 — » —
í Bandaríkjunum.............. 130,000 — » —
Hversu mikla þýðingu steinkolin hafa fyrir iðnað
og framfarir nú á tímum, vita allir, og það af mennt-
uðum löndum, sem hefir mest og bezt kol, getur orðið
fremst í iðnaði og öllum verklegum uppgangi. Fyrstu
kolanámur vóru notaðar í Belgíu seint á 12. öld, en nú
eykst tala þeirra ár frá ári, svo að menn eru jafnvel
farnir að hugsa um, hvort kolin muni eigi brátt þrjóta.
Enskur maður, Armstrong að nafni, hefir gjört ýmsa
útreikninga hjer að lútandi. Hann segir: ef menn
geta unnið öll kolalög 4,000 fet niður, og skeyta eigi
um þau, sem eru minna en 2 fet á þykkt, þá eru til
að því er menn þekkja á Englandi og Skotlandi 80,000
milj. smálesta af steinkolum. Árlega eru brúkaðar um 86
miljónir smálesta; ef nú aukþess er lögð 2lk milj. smálesta
við árlega framvegis, því að kolaeyðslan fer daglega í vöxt,
þá eru öll þessi kol búin um 212 ár. Á Englandi
vinna árlega yfir 300,000 manns í kolanámunum, og
margir af hestum þeim, sena vjer íslendingar seljum til
dínglands, þræla þar neðan jarðar alla sína æfi. — í
kolunum sjálfum eru leifar jurtanna mjög ógreinilegar,
af því að allar plönturnar hafa farið í eina kássu og orðið
svo fyrir miklum þrýstingi, en með sjónauka má sjá
hina innri hvolfabyggingu, og eptir henni má opt sjá^
hvaða plöntur þar hafa verið. í leirunum í kring um
hin eiginlegu kolalög hefir allt betur haldizt.
4. Permska tímabilið heitir eptir hjeraði einu
í austurhluta Eússlands. það einkennir sig með því,
ah þá komu hjer og hvar stórkostlegar sprungur og
glufur í jarðarskorpuna, og þar gaus og vall upp mikið