Andvari - 01.01.1880, Side 80
74
Nokkur orð um
af bræddum bergtegundum. Dýra- og jurtalíf er nokkuð
srdpað því, sem var á seinasta hluta steinkolatímans,
en nú vóru komin fleiri barrtrje og burknatrje með
loptrótum (psaronius), lík þeim er nú finnast á Nýja-
hljálandi. f ó að hœgt fari, þá þokast þó allt á þessu tíma-
bili jafnt og þjett til meiri fullkomnunar.
III. A miðöldinni (sekúndera eða mesozóiska tíma-
bilinu) hefir skriðdýraflokkurinn yfirhönd meðal dýranna;
plönturíkinu hefir farið nokkuð aptur frá því seinast á
fornöldinni, að því leyti, að jurtagróðurinn cr eigi eins
mikill að vöxtunum, en nýjar og fullkomnari jurta- og
trjátegundir finnast nú. Blómlausu plönturnar eru
miklu færri, en barrtrje og aðrar œðri plöntur að því
skapi fleiri. Af dýrum eru nú «trílóbítarnir» alveg
horfnir, en ammonshornin, — sem eru skyld smokk-
fiskum þeim, er nú lifa —, með stórum skeljum hrúts-
hornslöguðum og ótal margbeygðum hólfum, finnast nú
í mergð. £>au eru mjög mismunandi að stœrð og lögun,
en flest töluvert lík «nátílusum» þeim, er enn finnast í
Indlandshöfum. — Miðöldinni er vanalega skipt í þrennt:
trías, júra og krít.
1. Trías dregur nafn af því, að menn skipta því
opt í þrjá minni liðu (sandsteinstíma, skeljatíma og
salttíma). pá uxu helzt barrtrje og nokkurar plöntur
skyldar sagópálmum; skógarnir vóru enn fullir af alls
konar fögrum burknategundum, og stórir skollafœtur
fundust og hjer og hvar. Dýralífið var nú orðið tölu-
vert margbreyttara en fyrr. Menn hafa fundið í sand-
steini frá þeim tíma spor, er mjög líktust förum eptir
mannshönd, og nokkur bein af dýri því, sem hefir gjört
þessi spor; það hefir verið nokkurs konar risavaxinn
froskur (cheirotherium eða labyrinthodon). þá lifðu og í
sjónum nokkurs konar stórir og gráðugir krókódílar
(nothosaurus mirábilis); af óœðri dýrum var þá einkum
til mergð af krœklingum og öðrum skeldýrum. í efstu