Andvari - 01.01.1880, Side 81
jarðfrœði.
75
lögum þessara myndana hafa menn fundið nokkur bein
af spendýri, sem hefir verið skylt pokadýrum þeim, er
enn iifa á Nýja-Hollandi og Tasmaníu. í efri trías-
lögunum eru víða þykkvar og víðáttumiklar salt.breiður,
sem að öllum líkindum þá hafa myndazt af sjó í stórum
lónum, þar sem sólin hefir getað látið vatnið gufa upp;
slíkt verður enn i heitu löndunum.
2. J ú ra t í m i n n heitir eptir Júrafjöllunum í Sviss,
því að þar finnast þau jarðlög, er þá mynduðust. Á því
tímabili standa skriðdýrin á hæsta stigi. pá vóru höfin
full afstórskrimslum. Eitt þeirra, er nefnist fiskeðla
(ichíhyosaurus), var 30 fet á lengd, nokkuð líkt að
skapnaðarlagi hval eða fiski, með stórum bœxlum og
kjapti og tönnum sem krókódíll. J>etta skrimsl andaði
með lungum og augun vóru ákaíiega stór, opt eins stór
og mannshöfuð; þau höfðu líkan skapnað og fuglsaugu.
Dýrið var ákaflega gráðugt, og menn vita, af hverjum
fisktegundum það hefir lifað, því að saurindi þess hafa
fundizt steinrunnin, og í þeim hreistur og bein fiska.
Annað skrimsl (yfir 30 feta langt) frá þeim tíma hafði
langan álptarháls, en var skapað sem hvalur hið neðra
og þó með hala (plesiosaurus). 1 loptinu var urmull af
fljúgandi skriðdýrum, sem að útliti vóru mitt á milli
leðurblöku og fugis (pterosaurus). J>á vóru og til krókó-
dílar með beinplötum ofan og neðan (teleosaurus).
Spendýr vóru þá og til nokkur, en allt vóru það poka-
dýr, er fœddu mjög ófullkomna unga, og af undarlega
sköpuðum fuglum hafa menn í efstu lögunum fundið
nokkurar leifar. Af óœðri dýrum var mikill fjöldi, eink-
nm þó af ammonshornum, er draga nafn af löguninni,
því að musteri Seifs Ammons var í fyrndinni einkennt með
hrútshornum. I>au fiutu alstaðar í stórhópum á yfir-
horði júrahafsins, ásamt mörgum öðrum dýrum. Ymsar
tegundir af liinum eiginlegu blekfiskum (smokkfiskum)
fundust og á þeim tíma, og einn náttúrufrœðingur enskur