Andvari - 01.01.1880, Page 82
76
Nokkur orð um
fann steingjörva blekpoka eins þeirra, og gat með sort-
unni skrifað og aregið upp myndir, og þó hefir smokk-
fiskurinn eflaust legið afarlengi, ef til vill margar
miljónir ára. í júrahafinu var mesta mergð af marg-
litum kóröllum, er mynduðu rif í sjónum eins og enn,
og allt var þakið krossfiskum, sæliljum og öðrum lægri
dýrum. Plöntuvöxturinn á þessu tímabili var heldur
eigi lítill; löndin vóru víða vaxin sagótrjám, barrtrjám,
bambusreyr og burknum. Frá þessum tíma finna menn
sumstaðar kolalög, t. d. á Borgundarhólmi. í kring um
og nálægt kolunum þar eru lög af járnkenndu grjóti,
og í því sjást steinrunnin blöð af cycade-trjám, ávextir
þeirra og burknablöð.
3. Krítartímabilið dregur nafn af krítarlögum
þeim, er þá hafa myndazt í sjávardjúpi, langt frá landi;
í þeim eru mestmegnis smádýra-skeljar, sem liafa sezt
þar smátt og smátt við dauða dýranna. Hjer og hvar
í þessum krítarlögumfinnst töluvert af tinnu (fiint), semer
mynduð á sama tíma af kísilnálum og kísilmyndunum
ýmsra 'hinna lægstu dýra og jurta (díatomea og kísil-
svampa). Krítarlög og tinnulög myndast enn í dag í
dýpstu höfum; það hafa menn sjeð við rannsóknir á
seinni tímum, einkum prófessors Huxleys. Á krítar-
tímanum var jarðargróður farinn að stefna nokkuð að
því, sem nú er; þá vóru til nokkurar stórar pálmategundir,
en hinar tvífrœblöðuðu plöntur vóru þó einkum langtum
meiri en áður; þá óx elrir, valbirki, hnottrje o. íi. Barrtrje
og cycadetrje vóru œði-mörg og burknatrje nokkur.
Dýraríkið var mjög ólíkt því, sem nú er; skriðdýr með
alls konar undarlegum myndum höfðu öll yfirráð í
náttúrunni. Af eðlum fundust þá margar, t. d. megalo-
saurus, sem var 45' á lengd; það hefir verið mjög
grimmt og gráðugt dýr; tennur þess vóru eins og bognir
tvíeggjaðir hnífar með sagyddum röndum. Iguanodon
hafði horn á trýninu og var yíir 50 feta langur; hann