Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 84
78
Nokkur orð um
nýr; morgunroði nýja tímans, elzti kafii bans). f>á var
landið miklu meira en á krítartímabilinu; stór stöðuvötn
vóru hjer og hvar, lágir fjallgarðar, ár og lækir. Löndin
vóru líkt og nú á víxl hulin stórum skógum, eða grös-
ugar sljettur með ótal spendýrum á beit. Skógarnir
vóru nokkuð álíkir þeim, sem nú vaxa sumstaðar í hinum
heitu löndum í Afríku, alls konar trjátegundir uxu
saman, pálmar, sýpresviðir, fura, greni, birki, valhnota-
trje og álmar, hvað innan um annað. Milli trjánna uxu
alls konar burknategundir, og trjen vóru undin og tvinn-
uð saman með margs konar vaf'ningsviðum; þar uxu og
margar plöntur, er líktust sumum jurtum, er nú vaxa á
Nýja-Hollandi. Nýja-Holland hefir að flestu fornaldar-
svip á jurtum og dýrum sínum; það er eins og aliur
gróður þess varla eigi heima innan um aðra náttúruhluti
á jörð vorri. A þessu tímabili vóru til margar fugla-
tegundir; einkum hafa menn fundið leifar af pelekönum
og 'skörfum, ogþómarga fugla aðra, t. d. lóur, hauka og
uglur. í neðstu ueocene»-lögunum við París (argile
plastique) hafa menn fundið fugl, er kallast «gastornis»,
er var stœrri en strútsfuglar nú á dögum. Spendýra-
leifar finnast injög margar í þessum myndunum, einkum
kring um Parísarborg. f>að var á þeim sem Cuvier
œfði sig bezt, og með frábærri skarpskyggni gat úr ótal
smábrotum sett saman beinagrindur dýranna á rjettan
hátt, og skýrt mönnum frá lifnaðarhætti þeirra, sem
alstaðar fýsir sjer í sköpunariaginu. Áður höfðu helzt
lifað pokadýr, nú eru það mest þykkskinnungar. Undir
þann ffokk heyra nú á dögum svín, fílar, nykrar, nas-
hyrningar, tapírar o. fl. Flestir þykkskinnungar, er þá
lifðu, vóru skyldir tapírum, og vóru grasbítir. Nú iifa
tapírar að eins í Suður-Ameríku, á Malakka og stóru
eyjunum í Indlandshafi; það eru heldur klunnaleg dýr,
með stuttum rana, þeir hafa 4 hófa á framfótum og 3
á apturfótum. þá var fullt af tapírkenndum dýrum, þat'