Andvari - 01.01.1880, Page 86
80
Nokkur orð um
mesta þýðingu, því aðmeð kalkhylkjum sínum hafa þau
hlaðið upp heil fjöll. Einn flokkur þeirra, er nefnist
númmúlfitar, af því að þeir eru líkastir skildingum í
laginu (nummus á latínu er peningur), var þá algengastur,
þeir mynda mikil fjöll, t. d. mikinn hlut af Pyrenea-
fjöllunum og Sviss; af þeim eru samsettir stórir Qall-
garðar á Egyptalandi. Pýramíðurnar eru byggðar úr
númmúlíta-kalki.
2. Á miocene-tímanum (af ^úov minni og
xmvó; nýr) var orðið að mörgu leyti mjög líkt því, sem
nú er, að minnsta kosti gróðrar-ríkið. Löndin vóru að
miklu leyti hulin stórum skógum; þar uxu alls konar
jurtir, bambús, lárviðir, kaneltrje, stórar belgjurtir, birki,
eik, bœkitrje, mösur, hnottrje o. m. fl., einfrœblöðuðu
plöntunum er að fækka; ennfremur eru fagrirpálmarmarg-
ir. J>á vóru komin geysistór furutrje (sequoia), er nú
má sjá í Kaliforníu, og eru mestir jötnargróðrar-ríkisins,
sum 400 feta há. Skógarnir vóru mjög þjettir og
blómlegir, fullir af fuglum og öpum, er hoppuðu og
klifruðu milli greinanna. Vötnin vóru hulin alls konar
stórum safamiklum vatna-jurtum, sefi, reyr og blöðkum.
Dýraríkið var á þessu tímabili mjög stórkostlegt; eink-
um spendýrin; mjög mörg afþeim, sem nú eru til, vóru
þá komin, t. d. ýms rándýr af kattakyninu, hýenur,
birnir, selir, bjórar, múrmeldýr, hirtir, apar og leður-
blökur. Af þykkskinnungum eru komin önnur dýr en
á «eocene», t. d. nashyrningar og svín; af svínum hafa
menn fundið margar tegundir í Sviss; eitt af þeim
(anthrocotlierium) var á stœrð við naut, með geysistórum
víg-tönnum. Nú íinna monn fyrst bein af geysistórum
fílum. Dinotherium var eitt hið stœrsta landspendýr, er
lifað heíir. f að liafði stórar höggtennur, er vissu niður,
og var að miklu leyti skapað sem fíll; lítur út sem það
sje (eptir lögun heyrnargangsins) nokkuð skylt hinum
svo uefndu sækúm, er hafast við í lieitu höfunum, en