Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 87
jarðfrœði.
81
aðrir halda (eptir nýjustu rannsóknum) að það hafi verið
pokadýr. Dínotheríum lifði við vötn og ármynni af
vatnajurtum, einkum hinum safamiklu rótum þeirra,
Jíkt og fílar nú á tímum. Bein af því hafa menn
fundið á |>ýzkalandi. Mastodon var á stœrð við fíl; það
hafði 4 höggtennur, tvær í neðra skolti, stuttar, og tvær
í efra skolti mjög langar; jaxlarnir vóru undarlega
skapaðir, nokkuð líkir nykratönnum, með vörtulöguðum
ójöfnum. Leifar þess hafa menn fundið í míocene-
lögum Evrópu, en í lögum frá mannöldinni í Norður-
Ameríku, og eptir ýmsum eldgömlum sögum og æfin-
týrum hinna rauðu manna halda menn jafnvel, að þau
hafi ekki dáið út fyrir ýkja-löngum tíma. Um miðju
tertíera tímabilsins lifði dýr eitt, mjög merkilegt, er
kallast sivatherium, mjög stórt, og var eptir sköpun sinni
mitt á milli gíraffa og hjartar. Höfuðkúpa þess er á
stœrð við höfuð á fíl; á því vóru stór kvíslótt hjartar-
horn, en rjett um augnabrýrnar tvö önnur hvöss og
hörð. Bein þess hafa fundizt bezt á Indlandi. Af
fuglum vóru komnir eigi svo fáir, af skriðdýrum vóru
þá skapaðir höggormar, froskar, salamöndrur og skjald-
bökur. Leifar dýra og jurta á þessu tímabili eru
nokkuð ólíkar í ýmsum löndum, sökum þess að loptslagið
er farið að skiptast eptir beltum, þótt enn sje mikill
hiti alstaðar, jafnvel í heimskautalöndunum; það er þvi
opt mjög illt að átta sig á jarðlögum frá tertíera
tímanum, og eigi gott, að gefa eina algildandi lýsingu á
öllu í heild sinni. Frá þessum tíma (míocene) eru hin
miklu brúnkolalög og surtarbrandur, er víða fiunst,
einkum á J>ýzkalandi og svo á íslandi, Grœnlandi,
Færeyjum og víðar. J>au kol eru sökum aldurs síns
eigi nærri eins góð og hin eiginlegu steinkol, en mikið
er þó af þeim notað við verksmiðjur og annað. Á
^rússlandi eru teknar upp árlega af þeim 32 miljónir
tnnna. J>á var á Grœnlandi og íslandi ákafiega mikill
A-ndvari. 6