Andvari - 01.01.1880, Síða 89
jarðfrœði.
83
eða í «bein» eða «skáköll» eptir krystalmynduninni
(orthoklas, olígoklas, albít, leucít, labrador, anorthít), en
hjer yrði oflangt að skýra frá eðli þess, svo að skiljanlegt
væri. Aðal-bergtegundirnar verða basalt og trachýt, en
þar á milli eru margir liðir, sem kallast ýmsum nöfnum,
og margar er eigi liœgt að þekkja sundur, nema með
sjónauka. Hið eiginlega basalt eða blágrýti er svo
þjett, að eigi er hœgt með berurn augum að greina
samsetningu þess; anemesít er undirtegund með sam-
blandi af smágjörvum kornum, og dólerít önnur undir-
tegund, er hefir stórgjörðasta samsetningu. í basaltinu
eru opt gulleitar slettur af steintegund, er nefnist olivín,
og opt hefir í glufum þess og liolum safnazt saman
kalk og jaspis (eins og t. d. í Esjunni); það upp leysist
stundum af áhrifum lopts og lagar, og myndar járni
blandinn leir, sem eigi óvíða sjest á milli annara
óbreyttra laga. Efst á blágrýtislöguuum er opt rauðleit
gjallskán, sem komið hefir, þegar það gaus upp, eins og
fyrr hefir verið um getið. Basaltlögin á Islandi ná yfir
geysimikið svæði, einkum á vestur- og austurlandinu, og
eru þar hlaðin upp í þykkum lögum (stallagrjót eða
trapp) hvert ofan á öðru, og mynda fjöll, þvergnýpt
niður í sjó. jpessi basaltlög eru örþunn sumstaðar, en
sumstaðar 60 feta þykk. Stundum er basalt klofið í
fagrar súlur, eins og hið íslenzka nafn ber ineð sjer, og
hjer á landi eru sumstaðar súlnaraðir (t. d. við Stapa
á Snæfellssnesi), sem eru alveg eins fagrar og hinar
nafnkunnu á eyjunni Staffa við Skotland. Víða má sjá
göng þau eða glufur, sem blágrýtið hefir glóandi brotizt
upp um, og þar eru optast steintegundirnar á röndunum
hræddar í gler (tachylyt). Stundum standa hasaltgöngin
beint upp úr jörðinni, þar sem hliðarsteinarnir eru liorfnir,
en hið harða blágrýti hefir orðið eptir. — Skyldir
hasaltinu eru hinir svo nefndu blöðrusteinar (mandel-
steine), sem eru fullir af alls konar fögrum zeolíth-
6*