Andvari - 01.01.1880, Page 93
jarðfrœði.
87
elögosin og myndun þeirra sprungna, er hraunleðjan
þrýstist upp um frá iðrum jarðarinnar. þessar stefnur
hafa og þýðingu, þó lengra sje leitað, því að suðvestur af
Reykjanesi gengur rif í þá stefnu neðan sjávar langt til
liafs út, og á því' eru næst landi Geirfuglasker og Eld-
eyjar. Beint í norður frá Ódáðahrauns- og Mývatns-
eldfjöllum gengur og hryggur norður í íshaf. Jarð-
skjálftar hafa á íslandi varla komið til muna, nema
þeir hafi haft miðdepil sinn annaðhvort í Ölvesi eða
nálægt Húsavík fyrir norðan, og þeir virðast þá henda á
þessar sömu stefnur; við jarðskjálftann í Húsavík 1872
komu sprungur í jörðina frá suðri til norðurs. 1 sömu
stefnu og aðal-eldfjallabelti íslands er norður í höfum
eyjan Jan Mayn, sem öll er eldbrunnin og með stóru
eldtjalli (Beerenberg); ef lengra ei leitað til norðurs, þá
er eldbrunnið grjót norðan við Spítzbergen á Franz-
Josephs-landi, en suður frá íslandi eru sömu myndauir
í Færeyjum og á Skotlandi, og suður Atlantsliaf má rekja
röð af eldeyjum suður undir suðurheimskaut; svo aðls-
land virðist vera miðdepill á stórri eldæð, er liggur
eptir miðju hafi að kalla nær heimskautanna á milli.
Ef boiin eru saman eldgos fjallanua á íslandi má sjá,
að á hverjum af hinum stóru eldfjallabálkum skiptast gosin
á eða eldgosin verða á víxl; þó er þetta glöggvara í
Mývatnsbálknum en hinum, sem sjá mátti við gosin
1716 -1717, 1724—30 og 1875. Alls hefir eldur verið
uppi á hjer um bil 20 stöðum síðan land byggðist. í
Snæfellshraunfiákanum er Eldborg, scm fyrr er sagt.
I Hekluliraunum og Reykjanesshraunum eru Rauðu-
kambar (1343), Iiekla, purrárhraun, sem myndaðist árið
1000, Trölladyngjur, og fyrir Reykjanesi við Fuglasker
hefir verið eldur uppi lOsinnum. Katlaog Eyjafjallajökull
hafa aldrei gosið hraunleðju, en að eins ösku, og valdið
miklurn jökulhlaupum. Nálægt Skaptárgljúfrum eru
gígar í Varmárdal og við uppsprettur Hverfisfijóts; þaðan