Andvari - 01.01.1880, Page 95
jarðfrœði.
89
skorpunni, breyta bergtegundunum ýmislega og uppleysa
sumar. Ölkeldur eru hinar elztu minjar jarðhitans,
bverir yngri og brennisteinsnámur yngstar; nú eru öl-
keldur mestar í vesturhluta Islands, hverir tiestir
sunnan til um miðbikið, og. brenuisteinn og aðrar líkar
myndanir mestar nyrzt og austast, svo að þar af mætti
ráða, að mesta eldafiið mjakaði sjer hœgt og hœgt uorður
og austur á við; en í svona stuttri grein er eigi rúm
til að fara lengra út í það.
þekking manna á jarðfrœði íslands er að tiltöiu
mjög lítil, þó að margir góðir jarðfrœðingar hafi þar um
ferðazt, en allir hafa að eins verið þar skamma stund
og orðið aptur að hverfa frá hálfunnu verki. Eggert
Olafsson og Bjarni Pálsson vóru hinir fyrstu, er
nokkuð til muna könnuðu náttúru íslands; þeir hafa
unnið mikið gagn, og verk þeirra eru aðdáunar-verð,
þegar iitið er til þekkingar manna á þeim tímum.
Seinna rannsakaði Sveinn Pálsson ýmislegt, en íiest
hans rit eru enn óprentuð þó að þau sjeu ágæt. Af út-
lendum ferðamönnum varMackenzie einn hiun fyrsti,
er nokkuð rannsakaði að mun byggingu íslands; ferða-
bók hans er útgefin 1812. Síðan kom Eugen lío bert,
sem var með Gaimard, og Krug von Nidda 1834.
A árunum 1839 og 1840 ferðuðust þeir Schythe,
Steenstrup og svo Jóuas Hallgrímsson á íslandi.
Schythe hetir ritað ágæta lýsingu á Heklu, Steenstrup
örörg og merkileg rit, ,er lúta að náttúrulýsing íslands,
og eptir Jónas Hallgrímsson liggur nokkuð óprentað, og
svo ágætt safn af íslenzkum steina- og bergtegundum
ú steinasafni háskólans í Kaupmanuahöfn. Árið 1840
forðuðust 3 nafnfrægir vísindamenti á íslandi, nefnilega
^unsen, Sartorius von Waltershauseu og
öes-Cioizeaux, og hafa þeir allir ritað ágætar rit-
gjörðir um steinafrœði og bergírœði ísiands. 1850
terðaðist Theodor Kjerulf á íslandi, og hefir ritað